Innlent

Ríkið á leið í erlent skuldabréfaútboð

Íslenska ríkið seldi erlend skuldabréf fyrir einn milljarð Bandaríkjadala í júní í fyrra.
Íslenska ríkið seldi erlend skuldabréf fyrir einn milljarð Bandaríkjadala í júní í fyrra. Fréttablaðið/vilhelm
Íslensk stjórnvöld hafa ráðið Deutsche Bank, JP Morgan og UBS til þess að annast fjárfestakynningu í Bandaríkjunum og Evrópu vegna fyrirhugaðrar útgáfu á ríkisskuldabréfum á erlendum mörkuðum. Frá þessu greindu fréttastofur Bloomberg og Reuters í gær.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir staðfestingu á fréttunum.

Íslenska ríkið seldi í júní í fyrra einn milljarð Bandaríkjadala í fyrsta og hingað til eina erlenda skuldabréfaútboði ríkisins frá bankahruni. Áhættuálag á skuldabréfin í því útboði nam 320 punktum umfram áhættulausa vexti. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×