Innlent

Spilltu hreiðri arnarpars

Hreiður hafarnapars í Breiðafirði var eyðilagt í vikunni. Náttúrustofa Vesturlands og Fuglavernd líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur örninn verið friðaður í tæpa öld. Augljóst sé að skemmdirnar hafi verið af mannavöldum.

Þeir hvetja alla sem upplýsingar hafa um málið að koma þeim á framfæri við lögregluna. Á vef Fuglaverndar segir að sést hafi til arnanna á þessu svæði undanfarin tvö ár og voru þeir búnir að undirbúa varp og byggja hreiður. Skemmdarvargarnir sem eyðilögðu hreiðrið þeirra höfðu rótað í því og kastað fram af klettum og niður í fjöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×