Erlent

Gíslatökumaðurinn yfirbugaður

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag.
Lögreglumenn hafa handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem tók fjóra menn í gíslingu í byggingu við Tottenham Court Road í miðborg Lundúna í dag. Leyniskyttur og fjölmargir lögreglumenn komu sér fyrir við bygginguna í dag og þá ræddu einnig sérþjálfaðir samningamenn við manninn í síma. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagts vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert að lifa fyrir. Samkvæmt Sky-fréttastofunni var maðurinn með gashylki utan á sér og hótaði að sprengja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×