Innlent

Skilaði stútfullu peningaveski á lögreglustöðina

Strangheiðarleg kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var talsvert af peningum í veskinu sem og greiðslukort og skilríki, og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður en viðkomandi var mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×