Fleiri fréttir

Tvö dekk á einkavél sprungu við lendingu

Tvö dekk sprungu á einkavél sem var að lenda á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Um er að ræða tveggja hreyfla skrúfuvél með sæti fyrir 76 farþega. Engir farþegar voru um borð heldur einungis tveir flugmenn.

Ella kom upp um fíkil á hlaupum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt afskipti af karlmanni á fertugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þegar maðurinn varð var við lögreglumenn tók hann á sprett eftir göngustíg, en einn lögreglumannanna hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var fíkniefnahundurinn Ella látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af ætluðu kannabisi, sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér á hlaupunum. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu.

Lenti með rænulausan farþega

Flugvél frá flugfélaginu Swissair þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið til San Francisco í Bandaríkjunum og hafði farþeginn fengið aðsvif og var nánast rænulaus, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og var vélinni að því búnu flogið áfram til áfangastaðar.

Umsátur í Lundúnum

Sprengjusérfræðingar og lögregla hafa tekið sér stöðu á Tottenham Court Road í miðborg Lundúna. Samkvæmt frásögnum af vettvangi hafa fjórir verið teknir í gíslingu í götunni sem er mjög fjölfarin. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagst vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert til að lifa fyrir. Kallað var til lögreglu þegar maðurinn fór að henda til tölvum, húsgögnum og blöðum. Síðan varð hann verulega ógnandi.

Skýrist á næstu dögum hvað gert verður við tillögur Stjórnlagaráðs

Það skýrist í dag eða á allra næstu dögum hvernig tillögur stjórnlagaráðs verða afgreiddar, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Upphaflega stóð til að þær færu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum en ekki náðist samkomulag um það á Alþingi. Ný skoðanakönnun MMR sýnir mikinn vilja þjóðarinnar til þess að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi á Alþingi

Ófrísk að níburum

Mexíkósk kona hefur í nógu að snúast eftir að hún uppgötvaði að hún gengur með níbura. Helsta sjónvarpsstöð landsins, Televisa, sagði frá því í gær að konan, sem heitir Karla Vanessa Perez, gengur með sex stúlkur og þrjá drengi. Karla á von á sér 20. maí næstkomandi. Hún gekkst undir tæknifrjóvgun þegar hún varð ófrísk.

Segja engin ný rök komin fram

Átta manna hópur sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu hafa sent flutningsmönnum þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera opið bréf, þar sem spurt er hvaða upplýsingar eða rök liggja að baki því að tillagan um bannið sé endurupptekin á þinginu.

Arnarhreiður skemmt af mannavöldum

Í vikunni vaknaði grunur um að spillt hefði verið fyrir varpi hafarnarhjón í eyju á sunnanverðum Breiðafirði, því það sást ekki lengur til parsins sem vikurnar á undan hafði undirbúið varp og byggt hreiður. Málið hefur verið kært til lögreglu.

Þriðjungur ók of hratt á Borgavegi

Brot 82 ökumanna voru mynduð á Borgavegi í Reykjavík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fylgst hafi verið með ökutækjum sem var ekið Borgaveg í vesturátt, að Strandvegi. "Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 219 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 37%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 83. Vöktun lögreglunnar á Borgavegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlutfallið verið 24-54%,“ segir í tilkynningunni.

Samningaviðræður eru nær hálfnaðar

Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær.

Þrír menn teknir í Leifsstöð

Þrír menn með fölsuð vegabréf voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrradag. Tveir karlmenn sem ferðuðust saman framvísuðu frönskum vegabréfum er lögregla hafði afskipti af þeim í flugstöðinni. Þeir komu með flugi SAS frá Ósló í Noregi. Við skoðun vegabréfanna kom í ljós að þau eru grunnfölsuð. Mennirnir kveðast báðir vera frá Alsír.

SA kynnir áætlun um afnám hafta

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðlabankinn vinna eftir.

Samdómarar Jóns Steinars fullyrða að þeir hafi ekki rætt við blaðamann

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari fullyrðir að samdómarar sínir í Hæstarétti hafi þverneitað því að hafa talað nafnlaust við Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamann áður en hún skrifaði grein í nýjasta hefti Mannlífs. Í greininni fjallar Sigríður Dögg um meint ósætti og flokkadrætti í Hæstarétti, þar sem persónulegir vinir Davíðs Oddssonar skipi annan hópinn en Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar og aðrir dómarar skipi hinn.

Óhjákvæmilegt að loka kirkjum

Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra.

SUS gerir tilboð í plastmál forsætisráðherra

"Í tilefni af því að í dag er nákvæmlega ár þar til alþingiskosningar þurfa í síðasta lagi að fara fram hefur Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) gert Sjónlistarmiðstöðinni á Akureyri tilboð í plastmál sem miðstöðin keypti nýlega og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafði drukkið úr.“

Undir meira álagi og ósáttari við laun

Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Heimaey VE að komast inn á Panamaskurðinn

Fjölveiðiskipið Heimaey VE er nú um það bil að komast inn á Panamaskurðinn á heimleið sinni frá Chile, þar sem það var smíðað, og er það væntanlegt til Eyja eftir hálfan mánuð.

Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu

Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu

Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%.

Undirskriftalisti gegn frumvarpi

Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar.

ASÍ mótmælir launahækkun

Miðstjórn ASÍ mótmælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði.

Atvinnulausum konum fjölgar

Atvinnulausum hefur fækkað um 1.000 frá fyrsta ársfjórðungi 2011. Að meðaltali voru, á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit. Það jafngildir 7,2 prósentum vinnuaflsins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Sungu barnalag gegn Breivik

Meðan fólk, sem lifði af árásir Anders Behrings Breivik í sumar, skýrði frá skelfilegri reynslu sinni við réttarhöldin í Ósló, komu tugir þúsunda saman í miðborginni og sungu lítið barnalag, sem hryðjuverkamaðurinn hafði reynt að koma óorði á.

Hjóli rænt með 8 mínútna bili

Að meðaltali var tilkynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu.

Flugskeyti sögð gerviflugskeyti

Sex flugskeyti, sem sýnd voru með viðhöfn á hersýningu í Norður-Kóreu nýverið, voru ekki alvöru flugskeyti heldur eftirlíkingar. Og þær lélegar.

Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi

Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær.

Ásakanirnar hafa gengið á víxl

Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana.

Neyddi félaga sinn til að dansa "moonwalk“

Maður í Idaho í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hann neyddi annan mann til að framkvæma dansspor sem Michael Jackson gerði frægt á sínum tíma.

Kung Fu naggrís réðst á hunda

Kona í Slóvakíu trúði vart eigin augum þegar naggrís réðst á hundana hennar. Hún segir að litla dýrið hafi hoppar til og frá og sparkað að hundunum eins og karatemaður.

Roosevelt er framhjóladrifin hetja

Rétt eins og nafni sinn neyðist merkjakolinn Roosevelt að nota hjólastól. Það var þó ekki mænusótt sem orsakaði ástand hans. Hann fæddist með vanskapaða framfætur.

Hver á ekki heima á þessari mynd?

Umhverfisráðherra Svíþjóðar fékk óvæntan gest þegar hún hélt matarboð fyrr í vikunni. Ráðamenn í Svíþjóð fengu boð en svo virðist sem að boðskort fyrrverandi landbúnaðarráðherra landsins hafi ekki borist réttum aðila.

Segir verslun hafa stórminnkað þegar umferð var bönnuð á Laugaveginum

"Það hefur komið í ljós að verslun dróst saman um 10 til 20 prósent hjá ýmsum umsvifamiklum verslunum í júlí miðað við árið áður en aukning varð svo í ágúst,“ segir Björn Jón Bragason, talsmaður kaupmanna við Laugaveg sem vitnar þarna til verslana sem voru á Laugaveginum þegar umferð þar var lokað í júlí á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir