Innlent

"Þverpólitísk samstaða um að taka á málum lögreglunnar"

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjarnefndar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjarnefndar.
„Við erum fullkomlega meðvituð um vandamál Lögreglunnar," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og formaður allsherjarnefndar, en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hann var spurður álits um ályktun Landssambands lögreglumanna en í henni er lagt til að Lögreglan verði lögð niður í núverandi mynd. Lögreglumenn segja að niðurskurður síðustu ára hafi heft störf þeirra mikið.

Björgin segir að allsherjarnefnd sé nú að vinna að þingsályktunartilltögu um skilgreiningu á löggæslunni. Þá mun nefndin einnig afgreiða mál sem kallar á átak í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi.

„En baráttumál lögreglumanna eru fyrst og fremst tengd kjaramálum," segir Björgvin. „Og nú þegar staða ríkisfjármála styrkist þá munu áherslur lögreglumanna fá forgang."

Hann segir að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á málum lögreglumanna. „En til að koma til móts við kröfur lögreglumanna þarf eðlilega mikla fjármuni. Vonandi getum við forgangsraðað þannig í ríkisfjármálum að við getum tekið á málum lögreglunnar."

Hægt er að hlusta áhugavert viðtal við Björgvin hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×