Innlent

Skiptar skoðanir um göngugötur í miðborginni

Fjörutíu og þrjú prósent rekstraraðila í miðborginni segjast hafa mjög góða eða frekar góða reynslu af lokun gatna í miðborginni fyrir bílaumferð síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem samtökin Miðborgin okkar létu Félagsvísindastofnun til þess að gera.

Þrjátíu og fimm prósent aðspurðra sögðust hinsvegar hafa frekar slæma eða mjög slæma reynslu af lokunum. Tuttugu og þrjú prósent sögðust síðan hvorki hafa góða né slæma reynslu af tilrauninni en til stendur að endurtaka hana í sumar og loka Laugavegi fyrir bílaumferð að hluta í sumar.

Þegar spurt var hvort menn væru fylgjandi eða andvígir því að loka götum í sumar þar sem þeir sjálfir eru með rekstur svöruðu 31 prósent þeirra á þann veg að þeir séu mjög andvígir því. Tuttugu og níu prósent voru hinsvegar mjög fylgjandi því, tuttugu prósent frekar fylgjandi og níu prósent frekar andvíg. Ellefu prósent höfðu ekki skoðun á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×