Fleiri fréttir

Miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi - framsal takmarkað verulega

"Það er óhætt að segja að þarna séu miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þar sem hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, kynntu tvenn frumvörp er varðar stjórn fiskveiða og veiðigjöld.

Veðurblíða á Austurlandi

Veðurblíða er nú á Austurlandi en hitastig á Neskaupstað mælist nú um fimmtán gráður. Þá er fjórtán stiga hiti á Vatnsskarði Eystra.

Ætla að setja heimsmet í tannburstun

Á morgun, þriðjudaginn 27. mars, klukkan 9.30 verður sett íslandsmet í tannburstun þegar Íþróttaálfurinn, nemendur í Snælandsskóla og starfsólk skólans taka sig til og bursta tennurnar í matsal skólans. Metið er hluti af átaki Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um bætt tannheilbrigði hjá íslenskum börnum, en tannheilsa barna á Íslandi er í sjötta neðsta sæti í samanburði við OECD-löndin.

Már ósáttur við launakjörin - Seðlabankinn vill frávísun

Lögmenn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Seðlabankans hittust í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem farið var yfir frávísunarkröfu bankans í máli sem Már hefur höfðað gegn vinnuveitenda sínum vegna launamála. Munnlegur málflutningur stendur nú yfir.

Grænir fingur dæmdir

Tveir karlmenn um þrítugt voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að rækta kannabisplöntur og fyrir að hafa haft maríjúana undir höndum og ætlað að selja fíkniefnið.

Breskir hermenn myrtir í Afganistan

Tveir breskir hermenn voru skotnir til bana í suðurhluta Afganistan í dag. Samkvæmt Philip Hammond, varnarmálaráðherra Bretlands, var vígamaðurinn klæddur einkennisbúningi afganska hersins.

Opinn fundur um brjóstapúðamál á morgun

Samhjálp kvenna verður með fræðslufund þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Á fundinum ætlar Geir Gunnlaugsson landlæknir að ræða um brjóstapúða í tengslum við uppbyggingu brjósts í kjölfar brottnáms vegna brjóstakrabbameins. Einnig mun hann svara fyrirspurnum en allir eru velkomnir á fundinn.

Kvótafrumvörp kynnt - bein útsending á Vísi

Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi sem hefst í Víkinni - Sjóminjasafni klukkan fjögur í dag. Þar munu þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynna tvö frumvörp um sjávarútvegsmál sem lengi hefur verið beðið eftir. Um er að ræða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðigjöld.

Ólafur Ragnar á Norðurslóðaráðstefnu í Boston

Ólafur Ragnar Grímsson forseti flytur í dag lokaræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð Norðurslóða sem haldin er af Fletcher School við Tufts háskólann í Boston. Í tilkynningu frá embættinu segir að ræða forseta beri heitið "The Arctic: A New Model for Global Cooperation". "Upphafsræðu ráðstefnunnar flutti í gær John Kerry, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og forsetaframbjóðandi demókrata árið 2004. Þátttakendur í ráðstefnunni eru sérfræðingar og áhrifamenn í málefnum Norðurslóða, svo og prófessorar og nemendur við Tufts háskólann.“

Konan komin í leitirnar

Konan sem lögreglan lýsti eftir í morgun, er komin í leitirnar. Ekkert var vitað um ferðir hennar frá því hún fór frá heimili sínu í Þingholtunum í gærkvöldi en eftir að lýst var eftir henni kom hún í leitirnar.

Innbrot, ökumaður á ofsahraða og ölvunarakstur

Innbrot í heimahús í Grindavík var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Rúða hafði verið brotin í svalarhurð og óboðinn gestur farið þar inn. Hann hafði haft á brott með sér sjónvarp, auk þess sem búið var að skemma tvo skjái og fleiri tæki á heimilinu. Lögreglan rannsakar málið.

Sífellt fleiri börn vilja fermast borgaralega

214 börn ætla að fermast borgaralega í ár og er það mesti fjöldi frá upphafi. Formaður Siðmenntar veit ekki hvers vegna börnunum fjölgar milli ára. Formaður Prestafélagsins undrast að börnin séu ekki fleiri en raun ber vitni. "Börnunum hefur fjölgað gífurlega hratt á síðustu fimm árum,“ segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. "Við vitum ekki hvers vegna þetta gerist svona hratt, við erum ekki að gera neitt öðruvísi. Þetta verður sennilega bara þekktara með árunum.“

Vill nektardanslaus Norðurlönd

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun leggja fram tillögu um að öll Norðurlöndin taki upp svipaða löggjöf og Ísland í nektardansmálum. Þetta mun hún gera á Norðurlandaráðsþingi í haust. Tvö ár voru á föstudag liðin frá því að nektardans var bannaður á Íslandi.

Hafnaði tugmilljónum í typpin

"Hann vildi vita hvort áhugi væri á því að selja safnið og bauð yfir þrjátíu milljónir króna í það. En það kemur ekki til greina að selja, því safnið verður að vera á Íslandi," segir Hjörtur Sigurðsson reðurstofustjóri um þýskan auðkýfing sem vildi eignast Hið íslenzka reðasafn fyrir skemmstu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hátt tilboð berst í safnið.

Hefur veitt um þriðjungi meira í framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun

Orkuveita Reykjavíkur hefur veitt um þriðjungi meira í framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun en áður var talið. Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn segir nýja matið vekja upp spurningar um hvort verið sé að reyna finna röksemdir fyrir áframhaldandi virkjanaframkvæmdum.

Fíkniefnamál og innbrot

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Við húsleit í Hveragerði fundust um 100 grömm af kannabis auk tveggja plantna sem voru í ræktun.

Skotvopnum stolið á Selfossi

Um helgina var skotvopnum, tveimur kindabyssum og riffli, stolið úr bílskúr við íbúðarhús á Selfossi. Vopnin voru í læstum byssuskáp og lyklar að honum geymdir á sérstökum stað í bílskúrnum.

Lögreglan á Suðurnesjum á Facebook

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú fetað í fótspor lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, og slegist í hóp þeirra sem nota samskiptavefinn Facebook. Samkvæmt fréttavefnum Vf.is þá er tilgangur embættisins að koma betur til móts við íbúa umdæmisins og auka upplýsingastreymi og aðgengi lögreglu.

Ferðaþjónustan fær 0,5% af rannsóknafé

Ferðaþjónustan í landinu fær í sinn hlut 0,5% af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir eru greininni hættulegar. Á sama tíma eru gjaldeyristekjur greinarinnar árið 2011 áætlaðar um eða yfir 180 milljarðar króna.

Japanir loka enn einu kjarnorkuveri

Stjórnvöld í Japan hafa lokað enn einu af kjarnorkuverum sínum. Er þá aðeins eitt af þeim 54 kjarnorkuverum sem til eru í landinu en í gangi. Þessu eina sem eftir er á síðan að loka í maí n.k.

Gæsirnar koma óvanalega snemma

Áttin var mjög hagstæð fyrir farflug um helgina og mikill meðvindur. Þannig sáu fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og formaður Fuglaverndarfélags Íslands gæsahóp koma til landsins í gær, en það er óvanalega snemmt. Í viðtali við dfs.is á Suðurlandi sagði Jóhann Óli:

Númerum stolið af 600 bílum

lUm 600 tilkynningar um þjófnað á númeraplötum bifreiða hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því að skráning slíkra mála hófst árið 2009. Hlutfall upplýstra mála er í kringum 10 til 20 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum frá upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar. Oftast hefur þjófnaðurinn tengst stuldi á eldsneyti.

Fleiri sektir verða vart niðurfelldar

Búið er að girða fyrir að mál sem varða brot á samkeppnislögum hljóti sömu örlög og olíusamráðsmálið hlaut fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Þar var felldur dómur um að íslenska ríkinu beri að endurgreiða olíufélögunum Esso (Ker hf.), Olís og Skeljungi sektargreiðslur vegna samkeppnisbrota upp á samtals 1,5 milljarða króna.

Seðlabankastjóri fyrir alþingsnefnd og héraðsdómi í dag

Már Guðmunsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst núna klukkan hálf tíu. Fundurinn er opinn og verður sendur út bæði á sjónvarpsrás Alþingis sem og á netinu.

Líkamsárás við Fiskislóð

Karlmaður var fluttur á slysadeild, nefbrotinn, skorinn og bólgin í andliti, eftir að annar réðst á hann við gistiskýli borgarinnar við Fiskislóð á Grandanum um miðnætti.

Lögreglan lýsir eftir pólskri konu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir konu af pólskum uppruna, Iwona Popko, en ekki er vitað um ferðir hennar síðan hún fór frá heimili sínu í Þingholtunum klukkan tíu í gærkvöldi.

Aðgreining á nef- og munntóbaki liggur fyrir í haust

Aðgreining á nef- og munntóbaki mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Þá er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meðal þeirra atriða sem tekið verður á í frumvarpinu er skilgreining á nef- og munntóbaki, að því er Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, greinir frá.

Tveir bílar eyðilögðust í eldi

Tveir mannlausir bílar eyðilögðust í eldi þar sem þeir stóðu fyrir utan iðnaðarhús við Bygggarða á Seltjarnarnesi.

James Cameron komst niður á 11 kílómetra dýpi

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn James Cameron komst í gærkvöldi niður á botn í Maríana-gilinu í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi en í gilinu er mesta hafdýpi heimsins.

Vilja völl til að byggja upp rugby-íþróttina

„Við erum ekki að biðja um peninga heldur einungis svæði til að vinna með. Það er algjört lykilatriði að fá slíku svæði úthlutað, því þá skapast möguleiki til að sækja um styrki til Alþjóða rugbysambandsins, Rugbysambands Evrópu og víðar. Við fáum ekki styrki til að byggja upp aðstöðu ef við höfum ekki svæði til að byggja aðstöðu á,“ segir Kristinn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að byggja upp rugby-íþróttina á Íslandi með ýmsum hætti.

Falbauð fundi með ráðherrum

Peter Cruddas, einn af gjaldkerum breska íhaldsflokksins, hefur sagt af sér eftir að blaðamenn Sunday Times komu upp um tilraunir hans til að selja auðmönnum aðgengi að David Cameron og George Osbourne, forsætis- og fjármálaráðherrum landsins.

300 þúsund leituðu hælis í ESB-ríkjum

Hælisleitendum fjölgaði í Evrópusambandsríkjum í fyrra miðað við árið áður. 301 þúsund manns leituðu hælis í fyrra en 259 þúsund árið 2010. Þetta kemur fram í tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Sjálfsagt að hjálpa öðrum

Pauline McCarthey hefur aldrei talið eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Pauline, sem er frá Glasgow, hefur búið á Íslandi um árabil og ætíð sinnt góðgerðarmálum af miklum krafti. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Pauline yfir kaffibolla í vikunni.

Búið að ákæra bróðurinn - hjálpaði honum að undirbúa ódæðin

Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem drap sjö manns í Toulouse í Frakklandi fyrr í þessum mánuði, hefur verið ákærður fyrir aðild sína að morðunum. Hann er talinn eiga aðkomu að undirbúningi árása bróður síns og fyrir að hjálpað honum að stela mótórhjólinu sem hann notaði í skotárásunum. Abdelkader sagði við lögreglu, stuttu eftir að hann var handtekinn, að hann væri stoltur af gjörðum bróður síns en segist ekki eiga neina aðild að morðunum. Mohamed, bróðir hans, var skotinn af lögreglumönnum þegar þeir réðust til atlögu gegn honum á heimili sínu.

Gæti bætt gæði stórra útsendinga á netinu

Lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að lausn sem talin er geta dregið úr álagi á netþjóna og þar með bætt gæði stórra útsendinga á veraldarvefnum. Alþjóðlegu tæknirisarnir Intel og Netflix hafa þegar sýnt verkefninu áhuga.

Allt að átta milljóna munur á verðmati

Ásett verð íbúðar getur haft afgerandi áhrif á endanlegt söluverð hennar. Í nýrri íslenskri rannsókn voru fasteignasalar beðnir um að meta sömu íbúðina og var allt að átta milljóna munur á mati þeirra.

Kynna nýtt kvótafrumvarp á morgun

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætla að kynna nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Fundurinn verður haldinn í Víkinni - Sjóminjasafni klukkan 16 á morgun. Jóhanna og Steingrímur munu fara yfir efni frumvarpanna.

Sjá næstu 50 fréttir