Innlent

Fíkniefnamál og innbrot

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Við húsleit í Hveragerði fundust um 100 grömm af kannabis auk tveggja plantna sem voru í ræktun.

Tveir menn viðurkenndu að eiga efnin. Húsleit var gerð á Eyrarbakka og þar fannst hvítt efni sem talið er vera fíkniefni en umráðamaður sagði vera sykur. Þá fannst smávegis af kannabis hjá ökumanni bifreiðar sem lögregla hafði afskipti af vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Brotist var inn í Tryggvaskála á Suðurlandi aðfaranótt föstudags eða laugardags og þaðan stolið skjávarpa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sem stendur er ekki vitað hverrar tegundar skjávarpinn var. Þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband í síma lögreglunnar á Selfossi 480 1010.

Þá var brotist inn í Pakkhúsið á Selfossi í síðustu viku og þar unnin minni háttar eignaspjöll en engu stolið. Fljótlega vaknaði grunur um hver hafi verið að verki. Sá var handtekinn skömmu síðar og færður til yfirheyrslu. Hann viðurkenndi verknaðinn.

Tveir ökumenn voru þessa helgi kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur. Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og 15 kærðir fyrir hraðakstur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×