Miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi - framsal takmarkað verulega 26. mars 2012 16:28 „Það er óhætt að segja að þarna séu miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þar sem hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, kynntu tvenn frumvörp er varðar stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Jóhanna sagði á blaðamannafundinum í Sjóminjasafninu að hún liti svo á að með frumvörpunum, sem hafa verið samþykkt í báðum stjórnarflokkunum, myndi arðurinn af sjávarútveginum renna í miklu meira mæli til þjóðarinnar. Frumvarpið felur meðal annars í sér að útgerðir leigja kvóta til 20 ára og fá svo leigusamninginn endurnýjaðann. Jóhanna segir að ennfremur sé komið í veg fyrir fénýtingu á aflaheimildum þar sem framsalið er verulega takmarkað. Jóhanna telur að það sem vekji mesta athygli sé nýliðun, stækkun á leigupottum og arðurinn gangi frekar til þjóðarinnar en áður. Þá munu frumvörpin gefa ríkinu færi á að úthluta kvóta til byggðarlaga og sérstakra svæða. Jóhanna benti á að árið 2009 og 2010 hafi hagnaður sjávarútvegs verið 60 milljarðar króna. Af þessum peningum runnu 3-5 milljarðar til þjóðarinnar. Steingrímur sagðist gera sér grein fyrir að sumir myndu svo líta á að veiðigjöldin væru íþyngjandi, en arðurinn rynni þess í stað frekar til þjóðarinnar. Þá væri komið til móts við atvinnufrelsi í faginu og þannig bætt úr því lagaumhverfi sem hér hefur verið gagnrýnt, en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur meðal annars úrskurðað gegn takmörkunum á atvinnufrelsi í sjávarútvegi. Þá er það einnig fest í lög, verði frumvarpið samþykkt, að sjávarútvegsauðlindin verði ávallt í eigu þjóðarinnar. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum á forsíðu Vísis. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
„Það er óhætt að segja að þarna séu miklar kerfisbreytingar í sjávarútvegi," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þar sem hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegsráðherra, kynntu tvenn frumvörp er varðar stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Jóhanna sagði á blaðamannafundinum í Sjóminjasafninu að hún liti svo á að með frumvörpunum, sem hafa verið samþykkt í báðum stjórnarflokkunum, myndi arðurinn af sjávarútveginum renna í miklu meira mæli til þjóðarinnar. Frumvarpið felur meðal annars í sér að útgerðir leigja kvóta til 20 ára og fá svo leigusamninginn endurnýjaðann. Jóhanna segir að ennfremur sé komið í veg fyrir fénýtingu á aflaheimildum þar sem framsalið er verulega takmarkað. Jóhanna telur að það sem vekji mesta athygli sé nýliðun, stækkun á leigupottum og arðurinn gangi frekar til þjóðarinnar en áður. Þá munu frumvörpin gefa ríkinu færi á að úthluta kvóta til byggðarlaga og sérstakra svæða. Jóhanna benti á að árið 2009 og 2010 hafi hagnaður sjávarútvegs verið 60 milljarðar króna. Af þessum peningum runnu 3-5 milljarðar til þjóðarinnar. Steingrímur sagðist gera sér grein fyrir að sumir myndu svo líta á að veiðigjöldin væru íþyngjandi, en arðurinn rynni þess í stað frekar til þjóðarinnar. Þá væri komið til móts við atvinnufrelsi í faginu og þannig bætt úr því lagaumhverfi sem hér hefur verið gagnrýnt, en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur meðal annars úrskurðað gegn takmörkunum á atvinnufrelsi í sjávarútvegi. Þá er það einnig fest í lög, verði frumvarpið samþykkt, að sjávarútvegsauðlindin verði ávallt í eigu þjóðarinnar. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum á forsíðu Vísis.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira