Sjálfsagt að hjálpa öðrum Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 25. mars 2012 21:30 Pauline lét sig ekki muna um að taka lagið fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins þegar hann myndaði hana í vikunni. mynd/stefán Pauline McCarthey hefur aldrei talið eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Pauline, sem er frá Glasgow, hefur búið á Íslandi um árabil og ætíð sinnt góðgerðarmálum af miklum krafti. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Pauline yfir kaffibolla í vikunni. Númer hvað notar þú af skóm?" er næstum því það fyrsta sem Pauline McCarthey segir við blaðamann Fréttablaðsins sem hún hefur boðið í heimsókn á hlýlegt heimili sitt á Akranesi. Í forstofunni eru nefnilega til inniskór í öllum stærðum. Það væri ef til vill einkennilegt á flestum heimilum, en er einkar viðeigandi hjá Pauline sem tekur afar oft á móti gestum. "Eina helgina nýverið hurfu þrír pokar af kaffi, það komu svo margir í heimsókn," segir Pauline og hlær. Hún hlær mikið og kemst reyndar oft við líka. Þessi tilfinningaríka kona var valin Hvunndagshetja þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent á dögunum. Viðurkenningin féll henni í skaut fyrir óeigingjarnt starf sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn, fyrir starf sitt fyrir Félag nýrra Íslendinga og ýmis önnur sjálfboðastörf. Pauline opnar til að mynda ætíð heimili sitt um jól fyrir einstæðingum. "Ein jólin vorum við sautján en þetta hefur alltaf blessast, það er nóg pláss hér. Það er alltaf mjög gaman hjá okkur og sannast sagna hef ég aldrei áhyggjur af því hvort ég hafi efni á þessu. Svo höfum við fengið óvæntar matargjafir og stundum kemur fólk með eitthvað með sér.," segir Pauline sem lifir sannarlega samkvæmt því að sælla sé að gefa en þiggja.Ólst upp í Glasgow "Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að hjálpa öðrum. Ég er alin upp við þá lífsspeki," segir Pauline sem óx úr grasi í Glasgow í tíu systkina hópi. Foreldrar hennar voru kaþólskir og fóru oft í messu með barnahópinn. "Sjálfboðastörf voru hluti af uppeldinu og auðvitað átti að hjálpa náunganum. Pabbi og mamma unnu sjálf sjálfboðastarf fyrir kirkjuna og mamma tók gjarnan tíu bauka með heim úr kirkjunni og sendi okkur svo í göturnar í kringum heimili okkar til þess að safna fé til góðgerðarmála," segir Pauline. "Foreldrar mínir voru mér miklar fyrirmyndir, mamma var húsmóðir en faðir minn starfaði í skipasmíðastöð þangað til á áttunda áratugnum. Þá varð mikill samdráttur og hann missti vinnuna. Í kjölfarið tók hann að sér ýmis störf fyrir kirkjuna en fékk svo starf á vistheimili fyrir drengi sem lent höfðu á glapstigum. Þar var hann tekinn fram yfir fólk sem hafði háskólagráður, enda sagðist hann hafa háskólagráðu í barnauppeldi eftir að hafa alið upp tíu börn," segir Pauline. "Foreldrar mínir voru bæði skarpgreind en áttu þess ekki kost að læra í háskóla, þeim var því mikið í mun að við gengum menntaveginn. Ég er lærður meinatæknir og systkin mín eru öll langskólagengin, þannig að sá draumur rættist," segir Pauline og sýnir mér stærðarmynd af fjölskyldum systkina sinna og foreldrum sem skipar heiðurssess í stofunni.Trúboði um árabil Pauline vann í átta ár sem meinatæknir en þá tók við tímabil þar sem hún starfaði sem trúboði fyrir Sameiningar-kirkjuna (Unification church). "Ég skipti um söfnuð, foreldrum mínum til lítillar ánægju, og tilheyrði þessu trúfélagi um árabil, þangað til mér fór að þykja það of öfgafullt. Ég vann sem trúboði fyrir félagið í mörgum löndum, sinnti alls konar sjálfboðastörfum, vann til dæmis á munaðarleysingjahæli í Búlgaríu. Ég var dugleg að safna fé til góðra verka. Stundum stóð ég fyrir skemmtunum og söng í fjáröflunarskyni. Það hef ég reyndar gert frá unga aldri og geri enn," segir Pauline og hlær dátt. Pauline hefur haldið uppteknum hætti og treður stundum upp hér á landi. Hún hefur einnig gefið út disk en hann er seldur til styrkar Mæðrastyrksnefnd. En að aðdraganda Íslandsferðar. "Í Sameiningar-kirkjunni tíðkaðist að stofnandi trúfélagsins, hinn kóreski Moon, paraði saman meðlimi trúfélagsins og margir kannast við fjölmennar hjónavígslur trúfélagsins," segir Pauline. "Ég ákvað að láta bara slag standa, enda hafði fyrsta hjónaband mitt með manni sem ég valdi sjálf lokið með skilnaði. Í minn hlut kom íslenskur maður og því flutti ég til Íslands sumarið 1993 og gekk í hjónaband. Ég varð fljótlega ólétt sem var mikil hamingja en meðgangan reyndist mér afar erfið. Ég fór fljótlega að finna fyrir skelfilegum verkjum sem bara ágerðust. Það reyndist vera liðagigt og eftir þjáningafulla mánuði þá fékk ég loksins lyf við henni. En meðgangan og fæðingin voru afar erfið," segir Pauline sem raunar er óvinnufær vegna gigtar.Gat ekki sinnt sonum sínum Nokkru eftir að sonur hennar, Benedikt, fæddist kom í ljós að hann var einhverfur. Tveimur árum síðar varð Pauline aftur ólétt og gekk aftur í gegnum afar erfiða meðgöngu en henni fæddist annar sonur Patrick. "Ég var svo veik eftir þessa meðgöngu að ég gat ekki hugsað um börnin mín. En veistu hvað, ég trúi því að það góða sem maður gerir skili sér margfalt til baka. Þegar ég var ung, um tvítugt, þá átti ég margar vinkonur sem voru einstæðar mæður. Þær voru alltaf að segja mér að þær fengju aldrei frí þannig að ég bauðst til þess að sjá um börnin þeirra einn laugardag í mánuði. Ég fyllti bílinn af börnum og fór með þau á ströndina. Þarna hjálpaði ég vinkonum mínum, og löngu síðar þegar ég var hér á Íslandi veik með ung börn þá fékk ég ómetanlega aðstoð frá vinum sem hjálpuðu mér mikið," segir Pauline sem minnist sérstaklega með hlýju japanskra vina sem aðstoðuðu hana mikið. Þrátt fyrir erfiðleika missti Pauline aldrei móðinn. "Mér var sagt að eldri sonur minn Benedikt myndi aldrei ganga og hann var ekki farinn að tala tveggja ára. En svo kom hvorutveggja. Þessir yndislegu drengir mínir hafa báðir þurft mikla umönnun, en þeir hafa gefið mér mikið. Stundum var ég spurð þegar ég var með þá litla og sjálf svona veik hvernig ég kæmist í gegnum daginn. En ég hef alltaf verið jákvæð og haft gott fólk í kringum mig. "Talar við alla Pauline lýsir sjálfri sér sem mikilli félagsveru og hún á marga vini á Íslandi. "Ég er ekkert feimin og á aldrei erfitt með að tala við fólk. Í neðanjarðarlest í New York er ég farin að tala við alla eftir smá stund og ég get fengið ókunnugt fólk til að taka lagið með mér." Pauline bjó í Reykjavík í mörg ár en eftir að hún hafði kynnst núverandi manni sínum Tryggva Sigfússyni afréðu þau að flytja til Akraness. "Mér var sagt af sérfræðingum að hér væri ein besta sérkennsludeild á landinu en eldri sonur minn lenti í einelti í sínum gamla skóla. Við fluttum búferlum og kunnum vel við okkur." Pauline hefur sett svip sinn á bæjarfélagið frá upphafi. "Ég gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hér og svo bauð ég mig auðvitað fram þegar von var á flóttakonunum frá Palestínu. Þá var mér reyndar ekki úthlutað fjölskyldu, heldur var ég einfaldlega beðin um að vera þeim öllum innan handar," segir Pauline og hlær. "Það kom sér auðvitað vel því ég gat skotist og aðstoðað þær á vinnutíma þegar eitthvað kom upp á." Eljusemin hefur vakið athygli á Akranesi og víðar en tilnefningin til Samfélagsverðlaunanna kom Pauline þó algerlega á óvart. "Ég var svo snortin og hrærð. Ég hef aldrei sinnt sjálfboðastörfum til að fá athygli, þau eru bara hluti af lífinu." Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Pauline McCarthey hefur aldrei talið eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Pauline, sem er frá Glasgow, hefur búið á Íslandi um árabil og ætíð sinnt góðgerðarmálum af miklum krafti. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Pauline yfir kaffibolla í vikunni. Númer hvað notar þú af skóm?" er næstum því það fyrsta sem Pauline McCarthey segir við blaðamann Fréttablaðsins sem hún hefur boðið í heimsókn á hlýlegt heimili sitt á Akranesi. Í forstofunni eru nefnilega til inniskór í öllum stærðum. Það væri ef til vill einkennilegt á flestum heimilum, en er einkar viðeigandi hjá Pauline sem tekur afar oft á móti gestum. "Eina helgina nýverið hurfu þrír pokar af kaffi, það komu svo margir í heimsókn," segir Pauline og hlær. Hún hlær mikið og kemst reyndar oft við líka. Þessi tilfinningaríka kona var valin Hvunndagshetja þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent á dögunum. Viðurkenningin féll henni í skaut fyrir óeigingjarnt starf sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn, fyrir starf sitt fyrir Félag nýrra Íslendinga og ýmis önnur sjálfboðastörf. Pauline opnar til að mynda ætíð heimili sitt um jól fyrir einstæðingum. "Ein jólin vorum við sautján en þetta hefur alltaf blessast, það er nóg pláss hér. Það er alltaf mjög gaman hjá okkur og sannast sagna hef ég aldrei áhyggjur af því hvort ég hafi efni á þessu. Svo höfum við fengið óvæntar matargjafir og stundum kemur fólk með eitthvað með sér.," segir Pauline sem lifir sannarlega samkvæmt því að sælla sé að gefa en þiggja.Ólst upp í Glasgow "Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að hjálpa öðrum. Ég er alin upp við þá lífsspeki," segir Pauline sem óx úr grasi í Glasgow í tíu systkina hópi. Foreldrar hennar voru kaþólskir og fóru oft í messu með barnahópinn. "Sjálfboðastörf voru hluti af uppeldinu og auðvitað átti að hjálpa náunganum. Pabbi og mamma unnu sjálf sjálfboðastarf fyrir kirkjuna og mamma tók gjarnan tíu bauka með heim úr kirkjunni og sendi okkur svo í göturnar í kringum heimili okkar til þess að safna fé til góðgerðarmála," segir Pauline. "Foreldrar mínir voru mér miklar fyrirmyndir, mamma var húsmóðir en faðir minn starfaði í skipasmíðastöð þangað til á áttunda áratugnum. Þá varð mikill samdráttur og hann missti vinnuna. Í kjölfarið tók hann að sér ýmis störf fyrir kirkjuna en fékk svo starf á vistheimili fyrir drengi sem lent höfðu á glapstigum. Þar var hann tekinn fram yfir fólk sem hafði háskólagráður, enda sagðist hann hafa háskólagráðu í barnauppeldi eftir að hafa alið upp tíu börn," segir Pauline. "Foreldrar mínir voru bæði skarpgreind en áttu þess ekki kost að læra í háskóla, þeim var því mikið í mun að við gengum menntaveginn. Ég er lærður meinatæknir og systkin mín eru öll langskólagengin, þannig að sá draumur rættist," segir Pauline og sýnir mér stærðarmynd af fjölskyldum systkina sinna og foreldrum sem skipar heiðurssess í stofunni.Trúboði um árabil Pauline vann í átta ár sem meinatæknir en þá tók við tímabil þar sem hún starfaði sem trúboði fyrir Sameiningar-kirkjuna (Unification church). "Ég skipti um söfnuð, foreldrum mínum til lítillar ánægju, og tilheyrði þessu trúfélagi um árabil, þangað til mér fór að þykja það of öfgafullt. Ég vann sem trúboði fyrir félagið í mörgum löndum, sinnti alls konar sjálfboðastörfum, vann til dæmis á munaðarleysingjahæli í Búlgaríu. Ég var dugleg að safna fé til góðra verka. Stundum stóð ég fyrir skemmtunum og söng í fjáröflunarskyni. Það hef ég reyndar gert frá unga aldri og geri enn," segir Pauline og hlær dátt. Pauline hefur haldið uppteknum hætti og treður stundum upp hér á landi. Hún hefur einnig gefið út disk en hann er seldur til styrkar Mæðrastyrksnefnd. En að aðdraganda Íslandsferðar. "Í Sameiningar-kirkjunni tíðkaðist að stofnandi trúfélagsins, hinn kóreski Moon, paraði saman meðlimi trúfélagsins og margir kannast við fjölmennar hjónavígslur trúfélagsins," segir Pauline. "Ég ákvað að láta bara slag standa, enda hafði fyrsta hjónaband mitt með manni sem ég valdi sjálf lokið með skilnaði. Í minn hlut kom íslenskur maður og því flutti ég til Íslands sumarið 1993 og gekk í hjónaband. Ég varð fljótlega ólétt sem var mikil hamingja en meðgangan reyndist mér afar erfið. Ég fór fljótlega að finna fyrir skelfilegum verkjum sem bara ágerðust. Það reyndist vera liðagigt og eftir þjáningafulla mánuði þá fékk ég loksins lyf við henni. En meðgangan og fæðingin voru afar erfið," segir Pauline sem raunar er óvinnufær vegna gigtar.Gat ekki sinnt sonum sínum Nokkru eftir að sonur hennar, Benedikt, fæddist kom í ljós að hann var einhverfur. Tveimur árum síðar varð Pauline aftur ólétt og gekk aftur í gegnum afar erfiða meðgöngu en henni fæddist annar sonur Patrick. "Ég var svo veik eftir þessa meðgöngu að ég gat ekki hugsað um börnin mín. En veistu hvað, ég trúi því að það góða sem maður gerir skili sér margfalt til baka. Þegar ég var ung, um tvítugt, þá átti ég margar vinkonur sem voru einstæðar mæður. Þær voru alltaf að segja mér að þær fengju aldrei frí þannig að ég bauðst til þess að sjá um börnin þeirra einn laugardag í mánuði. Ég fyllti bílinn af börnum og fór með þau á ströndina. Þarna hjálpaði ég vinkonum mínum, og löngu síðar þegar ég var hér á Íslandi veik með ung börn þá fékk ég ómetanlega aðstoð frá vinum sem hjálpuðu mér mikið," segir Pauline sem minnist sérstaklega með hlýju japanskra vina sem aðstoðuðu hana mikið. Þrátt fyrir erfiðleika missti Pauline aldrei móðinn. "Mér var sagt að eldri sonur minn Benedikt myndi aldrei ganga og hann var ekki farinn að tala tveggja ára. En svo kom hvorutveggja. Þessir yndislegu drengir mínir hafa báðir þurft mikla umönnun, en þeir hafa gefið mér mikið. Stundum var ég spurð þegar ég var með þá litla og sjálf svona veik hvernig ég kæmist í gegnum daginn. En ég hef alltaf verið jákvæð og haft gott fólk í kringum mig. "Talar við alla Pauline lýsir sjálfri sér sem mikilli félagsveru og hún á marga vini á Íslandi. "Ég er ekkert feimin og á aldrei erfitt með að tala við fólk. Í neðanjarðarlest í New York er ég farin að tala við alla eftir smá stund og ég get fengið ókunnugt fólk til að taka lagið með mér." Pauline bjó í Reykjavík í mörg ár en eftir að hún hafði kynnst núverandi manni sínum Tryggva Sigfússyni afréðu þau að flytja til Akraness. "Mér var sagt af sérfræðingum að hér væri ein besta sérkennsludeild á landinu en eldri sonur minn lenti í einelti í sínum gamla skóla. Við fluttum búferlum og kunnum vel við okkur." Pauline hefur sett svip sinn á bæjarfélagið frá upphafi. "Ég gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hér og svo bauð ég mig auðvitað fram þegar von var á flóttakonunum frá Palestínu. Þá var mér reyndar ekki úthlutað fjölskyldu, heldur var ég einfaldlega beðin um að vera þeim öllum innan handar," segir Pauline og hlær. "Það kom sér auðvitað vel því ég gat skotist og aðstoðað þær á vinnutíma þegar eitthvað kom upp á." Eljusemin hefur vakið athygli á Akranesi og víðar en tilnefningin til Samfélagsverðlaunanna kom Pauline þó algerlega á óvart. "Ég var svo snortin og hrærð. Ég hef aldrei sinnt sjálfboðastörfum til að fá athygli, þau eru bara hluti af lífinu."
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira