Innlent

Íslendingur fékk 52 milljón styrk til rannsókna á Grænlandi

Dr. Friðgeir Grímsson steingervingafræðingur mun stjórna fjölþjóðlegum hópi vísindamanna við rannsóknir á Grænlandi og Færeyjum í sumar.

Friðgeir hlaut í byrjun mars veglegan styrk upp á rúmlega 52 milljónir króna frá austurríska rannsóknarsjóðnum Austrian Science Fund. Styrkinn fékk Friðgeir til rannsókna á plöntusteingervingum á Grænlandi og Færeyjum sem eru um 65 til 54 milljón ára gamlir og því frá upphafi Nýlífsaldar.

Í tilkynningu segir að Friðgeir fái í lið með sér öflugan hóp vísindamanna frá Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Austurríki og Bandaríkjunum. Meðal annars er áætlað að safna steingervingum á vesturströnd Grænlands yfir sumartímann og þar verða vísindamennirnir selfluttir á milli staða með þyrlu.

Fram kemur að mögulega gætu niðurstöður rannsóknarinnar sýnt fram á við hvaða gróðurfarsbreytingum megi búast á norðurslóðum samfara hlýnandi loftslagi.

Friðgeir lauk doktorsprófi sínu frá Háskóla Íslands árið 2007 og hefur unnið að ýmsum rannsóknum síðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.