Innlent

Vill nektardanslaus Norðurlönd

Siv 
Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
 Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun leggja fram tillögu um að öll Norðurlöndin taki upp svipaða löggjöf og Ísland í nektardansmálum. Þetta mun hún gera á Norðurlandaráðsþingi í haust. Tvö ár voru á föstudag liðin frá því að nektardans var bannaður á Íslandi.

„Ísland tók mjög stórt og djarft skref þegar við samþykktum í þinginu bann við nektardansi. Þetta vakti mikla athygli bæði á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Siv. Hún hefur kynnt tillöguna fyrir miðjumönnum í Norðurlandaráði, sem hún er í forsvari fyrir. Þegar hafa einhverjir þeirra lýst yfir áhuga á að leggja fram tillöguna með henni.

„Bannið hefur virkað vel. Það er ekki litið á það sem eðlilegan hlut hér að hafa slíka staði. Þannig er það því miður víða annars staðar og ég tel að með því að flytja svona tillögu á norrænum vettvangi aukist líkurnar á því að þau fylgi í kjölfarið.“

Hún mun leggja til að önnur norræn ríki taki upp sömu eða svipaða löggjöf, og að fræðsla verði aukin í þessum málum. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×