Innlent

Opinn fundur um brjóstapúðamál á morgun

Samhjálp kvenna verður með fræðslufund þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Á fundinum ætlar Geir Gunnlaugsson landlæknir að ræða um brjóstapúða í tengslum við uppbyggingu brjósts í kjölfar brottnáms vegna brjóstakrabbameins. Einnig mun hann svara fyrirspurnum en allir eru velkomnir á fundinn.

Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Það er Samhjálp kvenna, samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, sem standa að fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×