Fleiri fréttir Tvær skærustu reikistjörnurnar sjást mjög vel í kvöld Næstu tvö kvöld gefst landsmönnum tækifæri á að sjá tvær skærustu reikistjörnurnar og mánann dansa saman á himnum. Síðustu forvöð til að sjá þríeykið saman í langan tíma segir stjörnuáhugamaður. 25.3.2012 13:45 Jón Bjarnason segir Dani ekki ráða við makríldeiluna Nánast engar líkur eru taldar á því að Danir ráði við að opna á aðildarviðræður ESB við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Til stóð að opna umræðurnar í haust en þeim hefur ítrekað verið frestað og nú síðast vegna deilna um rétt Íslendinga til markrílveiða. 25.3.2012 13:17 Tólf látist af völdum svínaflensu á Indlandi Að minnsta kosti tólf hafa látist af völdum svínaflensu á Indlandi það sem af er þessum mánuði og yfir hundrað eru sýktir. 25.3.2012 12:45 Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. 25.3.2012 12:00 Þvottavél brann yfir Tilkynnt var um eld í húsi í Mosfellsbæ klukkan hálf ellefu í morgun. Í ljós kom að þvottavél hafði brunnið yfir og var mikill reykur í þvottahúsinu. Slökkviliðið sá um að reykræsta húsið. Engin slys urðu á fólki. 25.3.2012 11:35 Neyddu stúlkur í vændi - strikamerki húðflúrað á úlnliðinn Rannsókn spænsku lögreglunnar á umfangsmiklum vændisglæpahring leiddi meðal annars til þess að nítján ára stúlku var bjargað. Stúlkan var með strikamerki húðflúrað á úlnliðinn á sér, en lögreglan segir að höfuðpaurarnir hafi gert það eftir að hún reyndi að flýja fyrir nokkrum mánuðum. 25.3.2012 11:29 Bróðir Merah líklega ákærður Bróðir skotárásarmannsins í Toulouse í Frakklandi verður hugsanlega ákærður fyrir þátttöku í morðunum og að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Mohammed Merah var skotinn til bana af frönskum leyniskyttum fyrr vikunni eftir umsátursástand við heimili hans. Hann er talinn hafa myrt sjö manns. Bróðir hans var í framhaldinu handtekinn og yfirheyrður. Lögreglan telur nú að hann hafi tekið þátt í að skipuleggja árásirnar. 25.3.2012 10:36 Obama í Kóreu Obama bandaríkjaforseti heimsótti landamæri Norður- og Suður Kóreu í gær, þrátt fyrir aukna spennu á milli ríkjana vegna fyrirhugaðra eldflaugaskota Norður Kóreu. Bandarísk stjórnvöld óttast að um einhvers konar vopnaprófun sé að ræða en Norður Kóresk stjórnvöld segjast vilja koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. 25.3.2012 09:58 Leituðu að manni í Reykjavíkurhöfn Kafarar lögreglunnar og slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu leituðu í nótt að manni sem talið var að hefði hent sér í sjóinn. Björgunarbátar frá Landsbjörgu leituðu sömuleiðis meðfram ströndinni. Félagi mannsins hafði samband við lögreglu og taldi manninn hafa steypt sér í sjóinn. Leitaraðgerðirnar stóðu í tæpa þrjá klukkutíma en þegar farsími mannsins var miðaður út kom í ljós að maðurinn var heima hjá sér, bæði þurr og heill á húfi. 25.3.2012 09:32 Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í umferðarlysi í Hrútafirði á föstudag hét Knútur Trausti Hjálmarsson. Hann var fæddur 19. febrúar 1988 og var búsettur í Reykjavík. Knútur var ókvæntur og barnlaus. Bíll sem Knútur ók valt síðdegis á föstudaginn í Hrútafjarðarhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi kastaðist hann út úr bílnum. Akstursskilyrði voru góð þegar slysið varð. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. 25.3.2012 09:29 Manni hótað með exi Ráðist var að ungum manni í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld, honum hótað með exi og rændur. Árásarmannanna er nú leitað, eftir því sem fram kemur í samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.3.2012 08:30 Nítján fórust í rútuslysi Að minnsta kosti nítján fórust og yfir þrjátíu eru slasaðist eftir að rúta féll ofan í gljúfur í vesturhluta Alsír í morgun. Samkvæmt fréttastofunni APS missti bílstjórinn stjórn á rútunni í beygju með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í glúfrið. Slysið átti sér stað í grennd við bæinn Tiaret, um 250 kílómetrum frá höfuðborginni. Yfirvöld hafa undanfarið verið í sérstöku umferðarátaki en um fjögur þúsund manns látast árlega í umferðarslysum í landinu. 25.3.2012 10:34 Tvöfaldur næst Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Bónusvinningur gekk ekki heldur út og verður hann líka tvöfaldur í næstu viku. 24.3.2012 19:51 Flugfreyjufélagi Íslands stefnt fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd Iceland Express stefnt Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar af hálfu félagsins. Er gert ráð fyrir að niðurstaða Félagsdóms liggi fyrir eftir helgi og því verði engin röskun á starfsemi félagsins. 24.3.2012 19:15 Vélsleðamaður fór niður um ís Vélsleðamaður fór niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skagaströnd voru kallaðar út, þar sem óttast var um að maðurinn myndi kólna hratt niður í vatninu. Þó fór betur en á horfiðst og náði maðurinn í land og voru björgunarsveitirnar afturkallaðar um 15 mínútum síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleðanum upp úr vatninu. 24.3.2012 18:06 Lenti með veikan farþega Boeing 747 farþegaþota frá flugfélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fjögur í dag með veikan farþega um borð. Vélin lagði af stað frá Frankfurt fyrr í dag en hún var á leið til Bandaríkjanna. Farþeganum var komið undir læknishendur í Reykjanesbæ en sjúkrabíll beið eftir honum á flugvellinum. Hann er ekki alvarlega veikur. Flugvélin er farin aftur í loftið og lendi í Bandaríkjunum í kvöld. 24.3.2012 17:25 Veikindi ekki vegna mengunar Veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði eru ekki af völdum mengunar iðjuveranna á Grundartanga, er niðurstaða rannsóknar Matvælastofnunar og Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Veikindi hrossanna má rekja til efnaskiptaröskunar. 24.3.2012 17:00 Undirbúa uppsetningu Svanavatnsins Nemendur Listdansskóla Íslands leggja nú nótt við dag við undirbúning stórsýningarinnar Svanavatnið í Svartaskógi sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á mánudag klukkan fimm og átta. 24.3.2012 16:30 Stefnir í þriðja stjórnsýslustigið Aukið hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga í tengslum við yfirtöku verkefna frá ríkinu stefnir í að upp byggist þriðja stjórnsýslustigið á Íslandi, sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sambandsins á föstudag. 24.3.2012 16:00 Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. 24.3.2012 15:54 Perlan verði Náttúruperlan Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. 24.3.2012 15:00 Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið. 24.3.2012 14:57 Vélsleðamaðurinn kominn í sjúkrabíl Vélsleðamaðurinn sem slasaðist sunnan við Hrauneyjalón í Hrauneyjum er kominn í sjúkrabíl. Fimm björgunarsveitarmenn sóttu manninn rétt fyrir hádegi í dag. Hann kvartaði yfir eymslum í baki og samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni verður hann fluttur í bæinn til frekari skoðunar. Maðurinn var í hópi manna þegar snjór hrundi skyndilega undan sleðanum með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum. 24.3.2012 14:29 Óljóst með makrílinn Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. 24.3.2012 14:00 Opinn fundur um ímynd bifhjólafólks Opinn fundur um ímyndarmál bifhjólafólks verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík á þriðjudaginn næstkomandi. Á vefsíðu bifhjólasamtakanna Sniglanna, segir að tilurð fundarins sé sú umræða sem skapast hefur í samfélaginu að undanförnu og tengir bifhjól og bifhjólamenningu við skipulagða glæpastarfsemi. 24.3.2012 13:45 Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall. 24.3.2012 13:18 Jóhanna um olíusamráðsdóminn: Þetta kom okkur á óvart Forsætisráðherra segir ákvörðun Héraðsdóms um að fella úr gildi sektargreiðslur vegna olíusamráðsins koma sér á óvart. Íslenska ríkið þarf að greiða olíufélögunum einn og hálfan milljarð króna. 24.3.2012 12:30 Eitt versta rútuslys í Bretlandi í áratug Einn lést og fjörutíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar vörubíll og rúta skullu saman á hraðbraut í miðhéruðum Englands í morgun. 24.3.2012 12:12 Skiptir máli að kona verði næsti biskup Það skiptir máli að kona verði næsti biskup Íslands bæði vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu. Þetta segir Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð biskuskjörsins í gær. 24.3.2012 12:05 Sækja slasaðan vélsleðamann Fimm björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru nú á leið inn að Hrauneyjum til þess að ná í slasaðan vélsleðamann. Ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður en sjúkrabíll hefur verið settur í viðbragðsstöðu. Vélsleðamaðurinn er staddur sunnan við Hrauneyjalón, samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni. 24.3.2012 11:50 Bróðir fjöldamorðingjans með sprengiefni í bíl sínum Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem myrti sjö manns á síðustu vikum í Toulouse í Frakklandi, er í haldi lögreglu ásamt kærustu sinni. Móður þeirra hefur verið sleppt en fjölskyldan var handtekin stuttu eftir að Merah játaði að hafa framið voðaverkin. 24.3.2012 11:04 Kynna réttindi fatlaðra um land allt Sjö einstaklingar hafa frá síðasta sumri gegnt stöðu sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi og hafa gert víðreist. 24.3.2012 11:00 Þúsundir krefjast réttlætis Dauði sautján ára blökkudrengs í Flórída í Bandaríkjunum heldur áfram að kalla fram hörð viðbrögð þar í landi. Pilturinn var á leið heim til sín með sælgæti sem hann hafði keypt sér þegar hann var skotinn til bana. Sá sem skaut hann var hvítur maður sem stýrði nágrannavörslu í hverfinu. Hann gengur enn laus og ber því fyrir sig að hafa verið að verja sig þrátt fyrir að pilturinn hafi verið óvopnaður. Þúsundir hafa mótmælt og krefjast réttlætis í málinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, steig svo fram í gær og sagði málið mikinn harmleik sem þyrftI að rannsaka betur. 24.3.2012 10:30 Jarðskjálfti í Ástralíu Jarðskjálfti upp á sex komma einn á richter skók ástralska jörð í morgun en þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í landinu í um fimmtán ár. Upptök hans voru á um þriggja kílómetra dýpi og þrjúhundruð og sautján kílómetra suðvestur af borginni Alice Springs í Mið-Ástralíu. Skjálftinn olli engu tjóni en íbúar á svæðinu fundu vel fyrir honum. 24.3.2012 09:54 Þjófar fótgangandi með flatskjá Tveir menn stálu flatskjá úr versluninni Nettó í Mjóddinni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan fékk tilkynningu um að mennirnir væru fótgangandi á leið í Kópavog og voru handteknir stuttu síðar á Smiðjuvegi. Þeir voru vistaðir í fangageymslu á meðan mál þeirra var rannsakað en var svo sleppt að lokinni skýrslutöku. 24.3.2012 09:47 Líkamsárás í heimahúsi Maður handtekinn í heimahúsi í austurborginni grunaður um líkamsárás. Hann er enn í fangageymslu en sökum áfengisvímu var ekki hægt að yfirheyra hann í nótt. Það verður gert þegar líða tekur á daginn. 24.3.2012 09:41 Ölvaður maður datt af hestbaki - hrækti blóði á vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um ölvaðan mann á hesti á Vesturlandsvegi við Öskju en sá hafði dottið af baki. Vegfarandi bauð fram aðstoð sína en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrækti blóði á þann hjálpsama. Hinn ölvaði var fluttur á slysadeild til blóðsýnatöku og aðhlynningar en þangað var vegfarandinn, sem ætlaði að hjálpa, einnig fluttur þar sem blóðið fór í munn hans. 24.3.2012 09:38 Eldur í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri var kölluð til á þriðja tímanum í nótt þegar það kviknaði í bíl í bænum. Þegar hún kom á svæðið stóðu eldtungur upp úr bílnum en hann er gjörónýtur. Ekki er ljóst hver eldsupptök voru en bílinn hafði staðið óheyfður frá því á miðnætti. 24.3.2012 09:35 Banaslys í Hrútafirði Banaslys varð í Hrútafirði síðdegis í gær. Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar bíll sem hann ók valt. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn slyssins. 24.3.2012 09:32 Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. 24.3.2012 09:00 Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna. 24.3.2012 08:00 Obama vill láta rannsaka málið til hlítar „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. 24.3.2012 03:00 Óvissu um kvótakerfið verður að ljúka Framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri segir að óvissan um kvótakerfið gangi ekki lengur. Stjórnmálamenn verði að fara að ljúka málinu. Hann vonast jafnframt til að stóriðjuframkvæmdir í Þingeyjarsýslum skapi fyrirtækinu veruleg verkefni. 24.3.2012 00:20 Lögreglan efast um tengsl við al Kaída Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. 24.3.2012 00:00 Yfirvöld í Kasakstan æf eftir að rangur þjóðsöngur var spilaður Kolrangur þjóðsöngur ómaði á skotfimikeppni í Kúveit þegar lið Kasakstan tók við gullverðlaunum. Yfirvöld í Kasakstan eru æf vegna málsins en mótshaldarar spiluðu spiluðu útgáfu Borats á þjóðsöngnum. 23.3.2012 23:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tvær skærustu reikistjörnurnar sjást mjög vel í kvöld Næstu tvö kvöld gefst landsmönnum tækifæri á að sjá tvær skærustu reikistjörnurnar og mánann dansa saman á himnum. Síðustu forvöð til að sjá þríeykið saman í langan tíma segir stjörnuáhugamaður. 25.3.2012 13:45
Jón Bjarnason segir Dani ekki ráða við makríldeiluna Nánast engar líkur eru taldar á því að Danir ráði við að opna á aðildarviðræður ESB við Íslendinga um sjávarútvegsmál. Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Til stóð að opna umræðurnar í haust en þeim hefur ítrekað verið frestað og nú síðast vegna deilna um rétt Íslendinga til markrílveiða. 25.3.2012 13:17
Tólf látist af völdum svínaflensu á Indlandi Að minnsta kosti tólf hafa látist af völdum svínaflensu á Indlandi það sem af er þessum mánuði og yfir hundrað eru sýktir. 25.3.2012 12:45
Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. 25.3.2012 12:00
Þvottavél brann yfir Tilkynnt var um eld í húsi í Mosfellsbæ klukkan hálf ellefu í morgun. Í ljós kom að þvottavél hafði brunnið yfir og var mikill reykur í þvottahúsinu. Slökkviliðið sá um að reykræsta húsið. Engin slys urðu á fólki. 25.3.2012 11:35
Neyddu stúlkur í vændi - strikamerki húðflúrað á úlnliðinn Rannsókn spænsku lögreglunnar á umfangsmiklum vændisglæpahring leiddi meðal annars til þess að nítján ára stúlku var bjargað. Stúlkan var með strikamerki húðflúrað á úlnliðinn á sér, en lögreglan segir að höfuðpaurarnir hafi gert það eftir að hún reyndi að flýja fyrir nokkrum mánuðum. 25.3.2012 11:29
Bróðir Merah líklega ákærður Bróðir skotárásarmannsins í Toulouse í Frakklandi verður hugsanlega ákærður fyrir þátttöku í morðunum og að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Mohammed Merah var skotinn til bana af frönskum leyniskyttum fyrr vikunni eftir umsátursástand við heimili hans. Hann er talinn hafa myrt sjö manns. Bróðir hans var í framhaldinu handtekinn og yfirheyrður. Lögreglan telur nú að hann hafi tekið þátt í að skipuleggja árásirnar. 25.3.2012 10:36
Obama í Kóreu Obama bandaríkjaforseti heimsótti landamæri Norður- og Suður Kóreu í gær, þrátt fyrir aukna spennu á milli ríkjana vegna fyrirhugaðra eldflaugaskota Norður Kóreu. Bandarísk stjórnvöld óttast að um einhvers konar vopnaprófun sé að ræða en Norður Kóresk stjórnvöld segjast vilja koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. 25.3.2012 09:58
Leituðu að manni í Reykjavíkurhöfn Kafarar lögreglunnar og slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu leituðu í nótt að manni sem talið var að hefði hent sér í sjóinn. Björgunarbátar frá Landsbjörgu leituðu sömuleiðis meðfram ströndinni. Félagi mannsins hafði samband við lögreglu og taldi manninn hafa steypt sér í sjóinn. Leitaraðgerðirnar stóðu í tæpa þrjá klukkutíma en þegar farsími mannsins var miðaður út kom í ljós að maðurinn var heima hjá sér, bæði þurr og heill á húfi. 25.3.2012 09:32
Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í umferðarlysi í Hrútafirði á föstudag hét Knútur Trausti Hjálmarsson. Hann var fæddur 19. febrúar 1988 og var búsettur í Reykjavík. Knútur var ókvæntur og barnlaus. Bíll sem Knútur ók valt síðdegis á föstudaginn í Hrútafjarðarhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi kastaðist hann út úr bílnum. Akstursskilyrði voru góð þegar slysið varð. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. 25.3.2012 09:29
Manni hótað með exi Ráðist var að ungum manni í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld, honum hótað með exi og rændur. Árásarmannanna er nú leitað, eftir því sem fram kemur í samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.3.2012 08:30
Nítján fórust í rútuslysi Að minnsta kosti nítján fórust og yfir þrjátíu eru slasaðist eftir að rúta féll ofan í gljúfur í vesturhluta Alsír í morgun. Samkvæmt fréttastofunni APS missti bílstjórinn stjórn á rútunni í beygju með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í glúfrið. Slysið átti sér stað í grennd við bæinn Tiaret, um 250 kílómetrum frá höfuðborginni. Yfirvöld hafa undanfarið verið í sérstöku umferðarátaki en um fjögur þúsund manns látast árlega í umferðarslysum í landinu. 25.3.2012 10:34
Tvöfaldur næst Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Bónusvinningur gekk ekki heldur út og verður hann líka tvöfaldur í næstu viku. 24.3.2012 19:51
Flugfreyjufélagi Íslands stefnt fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins hafa fyrir hönd Iceland Express stefnt Flugfreyjufélagi Íslands fyrir Félagsdóm vegna ólögmætrar verkfallsboðunar af hálfu félagsins. Er gert ráð fyrir að niðurstaða Félagsdóms liggi fyrir eftir helgi og því verði engin röskun á starfsemi félagsins. 24.3.2012 19:15
Vélsleðamaður fór niður um ís Vélsleðamaður fór niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skagaströnd voru kallaðar út, þar sem óttast var um að maðurinn myndi kólna hratt niður í vatninu. Þó fór betur en á horfiðst og náði maðurinn í land og voru björgunarsveitirnar afturkallaðar um 15 mínútum síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleðanum upp úr vatninu. 24.3.2012 18:06
Lenti með veikan farþega Boeing 747 farþegaþota frá flugfélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fjögur í dag með veikan farþega um borð. Vélin lagði af stað frá Frankfurt fyrr í dag en hún var á leið til Bandaríkjanna. Farþeganum var komið undir læknishendur í Reykjanesbæ en sjúkrabíll beið eftir honum á flugvellinum. Hann er ekki alvarlega veikur. Flugvélin er farin aftur í loftið og lendi í Bandaríkjunum í kvöld. 24.3.2012 17:25
Veikindi ekki vegna mengunar Veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði eru ekki af völdum mengunar iðjuveranna á Grundartanga, er niðurstaða rannsóknar Matvælastofnunar og Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Veikindi hrossanna má rekja til efnaskiptaröskunar. 24.3.2012 17:00
Undirbúa uppsetningu Svanavatnsins Nemendur Listdansskóla Íslands leggja nú nótt við dag við undirbúning stórsýningarinnar Svanavatnið í Svartaskógi sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á mánudag klukkan fimm og átta. 24.3.2012 16:30
Stefnir í þriðja stjórnsýslustigið Aukið hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga í tengslum við yfirtöku verkefna frá ríkinu stefnir í að upp byggist þriðja stjórnsýslustigið á Íslandi, sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sambandsins á föstudag. 24.3.2012 16:00
Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. 24.3.2012 15:54
Perlan verði Náttúruperlan Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. 24.3.2012 15:00
Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið. 24.3.2012 14:57
Vélsleðamaðurinn kominn í sjúkrabíl Vélsleðamaðurinn sem slasaðist sunnan við Hrauneyjalón í Hrauneyjum er kominn í sjúkrabíl. Fimm björgunarsveitarmenn sóttu manninn rétt fyrir hádegi í dag. Hann kvartaði yfir eymslum í baki og samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni verður hann fluttur í bæinn til frekari skoðunar. Maðurinn var í hópi manna þegar snjór hrundi skyndilega undan sleðanum með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum. 24.3.2012 14:29
Óljóst með makrílinn Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. 24.3.2012 14:00
Opinn fundur um ímynd bifhjólafólks Opinn fundur um ímyndarmál bifhjólafólks verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík á þriðjudaginn næstkomandi. Á vefsíðu bifhjólasamtakanna Sniglanna, segir að tilurð fundarins sé sú umræða sem skapast hefur í samfélaginu að undanförnu og tengir bifhjól og bifhjólamenningu við skipulagða glæpastarfsemi. 24.3.2012 13:45
Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall. 24.3.2012 13:18
Jóhanna um olíusamráðsdóminn: Þetta kom okkur á óvart Forsætisráðherra segir ákvörðun Héraðsdóms um að fella úr gildi sektargreiðslur vegna olíusamráðsins koma sér á óvart. Íslenska ríkið þarf að greiða olíufélögunum einn og hálfan milljarð króna. 24.3.2012 12:30
Eitt versta rútuslys í Bretlandi í áratug Einn lést og fjörutíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar vörubíll og rúta skullu saman á hraðbraut í miðhéruðum Englands í morgun. 24.3.2012 12:12
Skiptir máli að kona verði næsti biskup Það skiptir máli að kona verði næsti biskup Íslands bæði vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu. Þetta segir Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð biskuskjörsins í gær. 24.3.2012 12:05
Sækja slasaðan vélsleðamann Fimm björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru nú á leið inn að Hrauneyjum til þess að ná í slasaðan vélsleðamann. Ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður en sjúkrabíll hefur verið settur í viðbragðsstöðu. Vélsleðamaðurinn er staddur sunnan við Hrauneyjalón, samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni. 24.3.2012 11:50
Bróðir fjöldamorðingjans með sprengiefni í bíl sínum Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem myrti sjö manns á síðustu vikum í Toulouse í Frakklandi, er í haldi lögreglu ásamt kærustu sinni. Móður þeirra hefur verið sleppt en fjölskyldan var handtekin stuttu eftir að Merah játaði að hafa framið voðaverkin. 24.3.2012 11:04
Kynna réttindi fatlaðra um land allt Sjö einstaklingar hafa frá síðasta sumri gegnt stöðu sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi og hafa gert víðreist. 24.3.2012 11:00
Þúsundir krefjast réttlætis Dauði sautján ára blökkudrengs í Flórída í Bandaríkjunum heldur áfram að kalla fram hörð viðbrögð þar í landi. Pilturinn var á leið heim til sín með sælgæti sem hann hafði keypt sér þegar hann var skotinn til bana. Sá sem skaut hann var hvítur maður sem stýrði nágrannavörslu í hverfinu. Hann gengur enn laus og ber því fyrir sig að hafa verið að verja sig þrátt fyrir að pilturinn hafi verið óvopnaður. Þúsundir hafa mótmælt og krefjast réttlætis í málinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, steig svo fram í gær og sagði málið mikinn harmleik sem þyrftI að rannsaka betur. 24.3.2012 10:30
Jarðskjálfti í Ástralíu Jarðskjálfti upp á sex komma einn á richter skók ástralska jörð í morgun en þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í landinu í um fimmtán ár. Upptök hans voru á um þriggja kílómetra dýpi og þrjúhundruð og sautján kílómetra suðvestur af borginni Alice Springs í Mið-Ástralíu. Skjálftinn olli engu tjóni en íbúar á svæðinu fundu vel fyrir honum. 24.3.2012 09:54
Þjófar fótgangandi með flatskjá Tveir menn stálu flatskjá úr versluninni Nettó í Mjóddinni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan fékk tilkynningu um að mennirnir væru fótgangandi á leið í Kópavog og voru handteknir stuttu síðar á Smiðjuvegi. Þeir voru vistaðir í fangageymslu á meðan mál þeirra var rannsakað en var svo sleppt að lokinni skýrslutöku. 24.3.2012 09:47
Líkamsárás í heimahúsi Maður handtekinn í heimahúsi í austurborginni grunaður um líkamsárás. Hann er enn í fangageymslu en sökum áfengisvímu var ekki hægt að yfirheyra hann í nótt. Það verður gert þegar líða tekur á daginn. 24.3.2012 09:41
Ölvaður maður datt af hestbaki - hrækti blóði á vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um ölvaðan mann á hesti á Vesturlandsvegi við Öskju en sá hafði dottið af baki. Vegfarandi bauð fram aðstoð sína en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrækti blóði á þann hjálpsama. Hinn ölvaði var fluttur á slysadeild til blóðsýnatöku og aðhlynningar en þangað var vegfarandinn, sem ætlaði að hjálpa, einnig fluttur þar sem blóðið fór í munn hans. 24.3.2012 09:38
Eldur í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri var kölluð til á þriðja tímanum í nótt þegar það kviknaði í bíl í bænum. Þegar hún kom á svæðið stóðu eldtungur upp úr bílnum en hann er gjörónýtur. Ekki er ljóst hver eldsupptök voru en bílinn hafði staðið óheyfður frá því á miðnætti. 24.3.2012 09:35
Banaslys í Hrútafirði Banaslys varð í Hrútafirði síðdegis í gær. Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar bíll sem hann ók valt. Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn slyssins. 24.3.2012 09:32
Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. 24.3.2012 09:00
Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna. 24.3.2012 08:00
Obama vill láta rannsaka málið til hlítar „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. 24.3.2012 03:00
Óvissu um kvótakerfið verður að ljúka Framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri segir að óvissan um kvótakerfið gangi ekki lengur. Stjórnmálamenn verði að fara að ljúka málinu. Hann vonast jafnframt til að stóriðjuframkvæmdir í Þingeyjarsýslum skapi fyrirtækinu veruleg verkefni. 24.3.2012 00:20
Lögreglan efast um tengsl við al Kaída Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. 24.3.2012 00:00
Yfirvöld í Kasakstan æf eftir að rangur þjóðsöngur var spilaður Kolrangur þjóðsöngur ómaði á skotfimikeppni í Kúveit þegar lið Kasakstan tók við gullverðlaunum. Yfirvöld í Kasakstan eru æf vegna málsins en mótshaldarar spiluðu spiluðu útgáfu Borats á þjóðsöngnum. 23.3.2012 23:00