Innlent

Kvótafrumvörp kynnt - bein útsending á Vísi

Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi sem hefst í Víkinni - Sjóminjasafni klukkan fjögur í dag.

Þar munu þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynna tvö frumvörp um sjávarútvegsmál sem lengi hefur verið beðið eftir. Um er að ræða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðigjöld.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá blaðamannafundinum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×