Innlent

Grænir fingur dæmdir

Tveir karlmenn um þrítugt voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að rækta kannabisplöntur og fyrir að hafa haft maríjúana undir höndum og ætlað að selja fíkniefnið.

Mennirnir reyndust vera með rúmlega 200 kannabisplöntur í heimahúsi en það var einnig ljóst að þeir höfðu ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið.

Mennirnir játuðu báðir brot sín skýlaust. Voru þeir því dæmdir í sex og sjö mánaða lang fangelsi en báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×