Innlent

Líkamsárás við Fiskislóð

Karlmaður var fluttur á slysadeild, nefbrotinn, skorinn og bólgin í andliti, eftir að annar réðst á hann við gistiskýli borgarinnar við Fiskislóð á Grandanum um miðnætti.

Lögregla kom á vettvang og handtók árásarmanninn, sem gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. Báðir mennirnir voru ölvaðir og eru svonefndir góðkunningjar lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×