Fleiri fréttir Leyft að rannsaka virkjanakosti á ný Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna Skrokkölduvirkjunar, þrátt fyrir ósk Landverndar til iðnaðarráðherra um að útgáfa rannsóknarleyfa yrði áfram bönnuð meðan rammaáætlun væri óafgreidd frá Alþingi. Þetta er fyrsta rannsóknarleyfið sem Orkustofnun veitir eftir að tímabundið bann rann út þann 1. febrúar síðastliðinn. 19.3.2012 12:08 Hafa þurft að bjarga flestum sem ætla yfir jökulinn Björgunarsveitir hafa þurft að sækja flesta þá sem ætla yfir Vatnajökul í vetur enda tíðin verið óvenju slæm. Belgísku ferðamennirnir tveir sem var bjargað um helgina eru brattir, og ætla að ferðast áfram um landið næstu daga. 19.3.2012 12:00 Borgarverðir aðstoði útigangsfólk Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. 19.3.2012 11:46 Eurovison-myndbandið frumsýnt klukkan 12 Myndbandið við Mundu eftir mér sem er Eurovision-framlag okkar Íslendinga í ár verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone klukkan 12 á hádegi í dag. 19.3.2012 11:41 Ný samtök nefnast Dögun Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nafn nýrra stjórnmálasamtaka. Þetta var ákveðið á öðrum stofnfundi samtakanna sem fram fór í gær. Um hundrað manns sátu fundinn. 19.3.2012 11:00 Barist á götum Damaskus Harður bardagi geisar nú í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Vitni segja að vélbyssugelt heyrist og sprengjur springi með reglulegu millibili í hverfi þar sem öryggissveitir Al-Assads forseta eru með höfuðstöðvar sínar. Ekkert hefur verið staðfest með mannfall en talsmaður mannréttindasamtaka sem starfa í landinu fullyrðir að átján stjórnarhermenn hafi særst. 19.3.2012 10:53 Ómar Ragnarsson: Þjófurinn er í vanda "Þeir sem tóku þetta eru áreiðanlega í vandræðum því það er enginn sem vill kaupa svona vél. Ég bara bíð og vona," segir skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Fyrir rúmlega tveimur vikum var stolið frá honum tveimur kvikmyndatökuvélum og einu magabelti með veski sem hann hafði lagt frá sér við innganginn á blokkinni sinni. 19.3.2012 10:51 Grunaðir um morð á sextán sjúklingum Tveir karlkyns hjúkrunarfræðingar í Uruguay hafa verið ákærðir grunaðir um samtals sextán morð. Annar þeirra er sagður hafa myrt ellefu sjúklinga sína og hinn fimm. 19.3.2012 10:35 Þriðjungur er andvígur meiri virkjun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. 19.3.2012 09:00 Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm Farfuglaheimili með herbergjum fyrir 250 gesti verður innréttað gegnt Hlemmtorgi ef áform eigenda hússins ganga eftir. 19.3.2012 09:00 Þrír féllu í skotárás á skóla í Toulouse Þrír féllu, þar af tvö börn, þegar maður á skellinörðu hóf skothríð á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. 19.3.2012 08:57 Eldgosin kostuðu ríkið 1,3 milljarða króna Ríkisstjórnin hefur veitt um 1,3 milljarða króna aukalega vegna eldgosa og annarra hamfara síðan í maí árið 2010. Í þeirri fjárhæð er ekki meðtalinn margvíslegur kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af árlegum fjárheimildum þeirra. 19.3.2012 08:00 Áfram leitað að áhöfn Herkúlesvélarinnar Leit heldur áfram að þeim sem fórust þegar Herkúlesvél frá norska flughernum flaug á fjall í norður Svíþjóð fyrir helgina. 19.3.2012 07:06 Brasilía styður Argentínu í Falklandaseyjadeilunni Stjórnvöld í Brasilíu hafa lýst yfir stuðningi sínum við kröfur Argentínumanna um yfirráðin yfir Falklandseyjum. 19.3.2012 07:04 Konungur Tonga er látinn George Tupou fimmti, hinn litríki konungur Tonga í Kyrrahafinu er látinn, 63 ára að aldri. 19.3.2012 07:02 Bardagar í einu hverfa Damaskus Bardagar hafa geisað í gærkvöldi og nótt í hverfinu al-Mezze í Damaskus höfuðborgar Sýrlands milli uppreisnarmanna og her- og öryggissveita Al-Assad forseta landsins. 19.3.2012 06:58 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir að þrír bílar skullu saman á Reykjanesbtraut í gærkvöldi og að minnstakosti eisnn þeirra hafnaði utan vegar. Hvorugur slasaðist þó alvarlega, en brautinni var lokað um tíma á meðan lögreglan var að greiða úr málinu. 19.3.2012 06:56 Fólk aðstoðað í föstum bílum á Vatnaleið Björgunarsveitin í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Vatnaleið. Engum varð meint af dvölinni þar. 19.3.2012 06:40 Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörinu á Puerto Rico Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins á Puerto Rico í gærdag. 19.3.2012 06:35 Segir golfklúbba ekki skilja tækifæri í hóteli „Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. 19.3.2012 06:30 Margir með afbrot að baki Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen. 19.3.2012 05:00 Draumadagur í Hlíðarfjalli „Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðarfjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“ 19.3.2012 04:00 Fæstu fæðingar frá árinu 1988 Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýjustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæðingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára. 19.3.2012 04:00 Tveir menn teknir af lífi Tveir menn sem voru dæmdir fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa verið teknir af lífi. 19.3.2012 03:30 Fjórar mannskæðar árásir í Sýrlandi Öflug bílsprengja sprakk skammt frá öryggisbyggingu sýrlensku ríkisstjórnarinnar í borginni Aleppo í gær. Yfirvöld í Sýrlandi segja að hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við sprenginguna. Bættu þau við að einn lögreglumaður og einn almennur borgari hafi farist í sprengingunni og þrjátíu til viðbótar hafi særst. Þetta var önnur árásin í landinu á tveimur dögum. Á laugardag fórust 27 manns í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Damaskus. 19.3.2012 03:00 Notuðu ekki sjálfstýringu Ástæðan fyrir því að Hercules-flutningavél norska hersins brotlenti í Svíþjóð með fimm manns um borð er líklega sú að flugmennirnir ákváðu að fljúga vélinni sjálfir í lágflugi í stað þess að nota sjálfstýringuna. Þetta sagði Trond Solna, sem hefur yfirumsjón með flutningavélum norska hersins, í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten. 19.3.2012 02:30 Vélsleðaslys í Flateyjardal Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss á Flateyjardal um 1 km norðar við Heiðarhús. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er að minnsta kosti einn maður brotinn, en ekki er vitað hvort um frekari meiðsl er að ræða. 18.3.2012 16:45 Nýr forseti Þýskalands valinn Joachim Gauck, fyrrverandi prestur, hefur verið kjörinn forseti Þýskalands. Hann var kjörinn af þinginu og fékk 991 atkvæði af 1232. Fréttastofa BBC segir að presturinn hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl. Hann hafi aftur á móti unnið sér inn gott orðspor og sé óhræddur við að hreyfa við mikilvægum málefnum. Forveri Gaucks er Christian Wulff en hann sagði af sér í siðasta mánuði vegna fjármálahneykslis. 18.3.2012 15:55 Myndar Scotts beðið með eftirvæntingu Kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus, er beðið með eftirvæntingu, en ný stikla úr myndinni var frumsýnd í gær. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi, meðal annars við Dettifoss, eins og fram hefur komið. 18.3.2012 14:14 Sífelldar sprengingar í Sýrlandi Bilsprengja sprakk í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands í dag, samkvæmt frásögnum þarlendra miðla. Stjórnarandstæðingar í landinu segja að einhverjir hafi farist í sprengingunni og aðrir særst en engar tölur um fjölda hafa borist. Í gær fórust að minnsta kosti 27 manns þegar sprengja sprakk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 18.3.2012 14:49 Þúsundir minnast Knúts Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að ísbjarnargryfjunni í dýragarðinum í Berlín í dag. Á morgun er liðið ár frá því að ísbjörninn Knútur, sem bjó í gryfjunni, drapst. Hann var fjögurra ára gamall. Margir þeirra sem lagt hafa leið sína að ísbjarnargryfjunni í dag hafa lagt þar blóm eða myndir. Nokkrir þeirra hafa fellt tár, eftir því sem þýska fréttastofan dpa greinir frá. Mamma Knúts afneitaði honum þegar hann kom í heiminn og hann var því alinn upp af dýrahirðum. Knútur öðlaðist heimsfrægð og 11 milljónir manna lögðu leið sína í dýragarðinn til að sjá hann. 18.3.2012 13:52 Segir atvinnulífið í stofufangelsi gjaldeyrishaftanna Gjaldeyrishöftin valda að atvinnulífinu líður svolítið eins og það sé í stofufangelsi, segir Svana Helen Björnsdóttir nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Svana Helen sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að gjaldeyrishöftin valdi því að íslensku stórfyrirtækin fái ekki fjármagn. 18.3.2012 11:05 Ölvaður maður skemmdi bíl Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunnar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu og er vistaður þar uns hægt er að ræða við hann. Þá barst lögreglunni tilkynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafninu við Tryggvagötu. Jafnframt barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað hverju var stolið. 18.3.2012 09:47 Björguðu erlendum ferðamönnum af jökli Björgunarfélag Hornafjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru í gærkvöld á Skálafellsjökul, sem er hluti af Vatnajökli, til að sækja tvo erlenda ferðamenn sem þar voru í hrakningum. Ferðamennirnir settu neyðarsendi í gang þegar ljóst varð að þeir gætu ekki komið sér niður af eigin rammleik. 18.3.2012 09:10 Bólugrafnar drengjagrúppíur Ari Eldjárn og félagar í Mið-Íslandi byrja með nýjan þátt á Stöð 2 í næstu viku. Ari er mikill aðdáandi Fóstbræðraþáttanna sem skörtuðu Þorsteini Guðmundssyni og hófu göngu sína fyrir fimmtán árum. 17.3.2012 21:00 Fundu líkamsleifar á fjallinu Sænska lögreglan tilkynnti seinni partinn í dag að hún hefði fundið líkamsleifar í hlíðum Kebnekaise hæsta fjalli Svíþjóðar, þar sem norska Herkúles flugvélin fórst í fyrradag. Frá þessu er greint á vef norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2. 17.3.2012 19:36 Samkomulagið gríðarlega mikið hagsmunamál Það samkomulag sem gert var í gær um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. 17.3.2012 18:51 Segir borgarstjóra hundsa skoðanir almennings Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega að Jón Gnarr borgarstjóri hafi í gær undirritað samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar. 17.3.2012 17:52 Fékk verðlaun fyrir vísindaerindi Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fengu verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem haldið var nú um helgina. 17.3.2012 17:26 Eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu Um hundrað manns og einn vel uppalinn hundur takast á við eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu um þessar mundir. 17.3.2012 15:39 Kristján er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson er nýr annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 57% atkvæða í annarri umferð kosninga á flokksráðsfundi í Turninum í Kópavogi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk 40% atkvæða. Kjósa þurfti að nýju á milli tveggja efstu frambjóðenda eftir fyrri umferð kosninga því enginn hlaut hreinan meirihluta. Upphaflega voru í framboði auk Kristjáns og Geirs Jóns, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. 17.3.2012 15:18 Fangavörður Nasista látinn Fangavörðurinn John Demjanjuk er látinn 91 árs að aldri. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra fyrir störf sín sem fangavörður í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann var látinn laus eftir að hann áfrýjaði dómnum og var á elliheimili þegar hann lést. Demjanjuk var vörður við Sobibor fangabúðirnar í Póllandi árið 1943, en rösklega 28 þúsund manns voru líflátnir í fangabúðunum á meðan hann starfaði þar. Fangavörðurinn neitaði alltaf sök og sagðist sjálfur hafa verið fórnarlamb stríðsfanga. 17.3.2012 13:46 38 milljarða tap vegna vaxtadómsins Landsbankinn hefur gjaldfært 38 milljarða króna vegna taps af gengistryggðum útlánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í febrúar síðastliðnum. Hagnaður bankans nam samt sem áður tæpum sautján milljörðum á síðasta ári. 17.3.2012 12:00 Síðasta helgin í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands hefur undanfarnar helgar selt notaðan og nýjan fatnað til styrktar matarsjóðnun "Enginn án matar“ á Íslandi. Fjöldi tónlistarmanna hafa lagt starfinu lið með flutningi frábærrar tónlistar. Listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram kl. 13.00 í dag fyrir gesti og gangandi. Framvegis verður flóamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands opinn alla virka daga í Eskihlíð 2 - 4 frá kl. 12 til 18. 17.3.2012 10:46 Bjarni skýtur fast á Jóhönnu Íslenska krónan er forsenda þess litla hagvaxtar sem Jóhanna Sigurðardóttir stærir sig af, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. 17.3.2012 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Leyft að rannsaka virkjanakosti á ný Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna Skrokkölduvirkjunar, þrátt fyrir ósk Landverndar til iðnaðarráðherra um að útgáfa rannsóknarleyfa yrði áfram bönnuð meðan rammaáætlun væri óafgreidd frá Alþingi. Þetta er fyrsta rannsóknarleyfið sem Orkustofnun veitir eftir að tímabundið bann rann út þann 1. febrúar síðastliðinn. 19.3.2012 12:08
Hafa þurft að bjarga flestum sem ætla yfir jökulinn Björgunarsveitir hafa þurft að sækja flesta þá sem ætla yfir Vatnajökul í vetur enda tíðin verið óvenju slæm. Belgísku ferðamennirnir tveir sem var bjargað um helgina eru brattir, og ætla að ferðast áfram um landið næstu daga. 19.3.2012 12:00
Borgarverðir aðstoði útigangsfólk Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. 19.3.2012 11:46
Eurovison-myndbandið frumsýnt klukkan 12 Myndbandið við Mundu eftir mér sem er Eurovision-framlag okkar Íslendinga í ár verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone klukkan 12 á hádegi í dag. 19.3.2012 11:41
Ný samtök nefnast Dögun Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nafn nýrra stjórnmálasamtaka. Þetta var ákveðið á öðrum stofnfundi samtakanna sem fram fór í gær. Um hundrað manns sátu fundinn. 19.3.2012 11:00
Barist á götum Damaskus Harður bardagi geisar nú í höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Vitni segja að vélbyssugelt heyrist og sprengjur springi með reglulegu millibili í hverfi þar sem öryggissveitir Al-Assads forseta eru með höfuðstöðvar sínar. Ekkert hefur verið staðfest með mannfall en talsmaður mannréttindasamtaka sem starfa í landinu fullyrðir að átján stjórnarhermenn hafi særst. 19.3.2012 10:53
Ómar Ragnarsson: Þjófurinn er í vanda "Þeir sem tóku þetta eru áreiðanlega í vandræðum því það er enginn sem vill kaupa svona vél. Ég bara bíð og vona," segir skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Fyrir rúmlega tveimur vikum var stolið frá honum tveimur kvikmyndatökuvélum og einu magabelti með veski sem hann hafði lagt frá sér við innganginn á blokkinni sinni. 19.3.2012 10:51
Grunaðir um morð á sextán sjúklingum Tveir karlkyns hjúkrunarfræðingar í Uruguay hafa verið ákærðir grunaðir um samtals sextán morð. Annar þeirra er sagður hafa myrt ellefu sjúklinga sína og hinn fimm. 19.3.2012 10:35
Þriðjungur er andvígur meiri virkjun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. 19.3.2012 09:00
Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm Farfuglaheimili með herbergjum fyrir 250 gesti verður innréttað gegnt Hlemmtorgi ef áform eigenda hússins ganga eftir. 19.3.2012 09:00
Þrír féllu í skotárás á skóla í Toulouse Þrír féllu, þar af tvö börn, þegar maður á skellinörðu hóf skothríð á gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í morgun. 19.3.2012 08:57
Eldgosin kostuðu ríkið 1,3 milljarða króna Ríkisstjórnin hefur veitt um 1,3 milljarða króna aukalega vegna eldgosa og annarra hamfara síðan í maí árið 2010. Í þeirri fjárhæð er ekki meðtalinn margvíslegur kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af árlegum fjárheimildum þeirra. 19.3.2012 08:00
Áfram leitað að áhöfn Herkúlesvélarinnar Leit heldur áfram að þeim sem fórust þegar Herkúlesvél frá norska flughernum flaug á fjall í norður Svíþjóð fyrir helgina. 19.3.2012 07:06
Brasilía styður Argentínu í Falklandaseyjadeilunni Stjórnvöld í Brasilíu hafa lýst yfir stuðningi sínum við kröfur Argentínumanna um yfirráðin yfir Falklandseyjum. 19.3.2012 07:04
Konungur Tonga er látinn George Tupou fimmti, hinn litríki konungur Tonga í Kyrrahafinu er látinn, 63 ára að aldri. 19.3.2012 07:02
Bardagar í einu hverfa Damaskus Bardagar hafa geisað í gærkvöldi og nótt í hverfinu al-Mezze í Damaskus höfuðborgar Sýrlands milli uppreisnarmanna og her- og öryggissveita Al-Assad forseta landsins. 19.3.2012 06:58
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir að þrír bílar skullu saman á Reykjanesbtraut í gærkvöldi og að minnstakosti eisnn þeirra hafnaði utan vegar. Hvorugur slasaðist þó alvarlega, en brautinni var lokað um tíma á meðan lögreglan var að greiða úr málinu. 19.3.2012 06:56
Fólk aðstoðað í föstum bílum á Vatnaleið Björgunarsveitin í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Vatnaleið. Engum varð meint af dvölinni þar. 19.3.2012 06:40
Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörinu á Puerto Rico Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins á Puerto Rico í gærdag. 19.3.2012 06:35
Segir golfklúbba ekki skilja tækifæri í hóteli „Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. 19.3.2012 06:30
Margir með afbrot að baki Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen. 19.3.2012 05:00
Draumadagur í Hlíðarfjalli „Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðarfjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“ 19.3.2012 04:00
Fæstu fæðingar frá árinu 1988 Færri börn fæddust í Danmörku í fyrra en nokkru sinni frá árinu 1988, tæplega 59 þúsund. Þetta kemur fram í nýjustu tölum hagstofunnar þar í landi, en þar segir einnig að fæðingartíðni, hlutfall fæðinga gegn fjölda kvenna, hafi verið 1,76 í fyrra sem er lækkun milli ára. 19.3.2012 04:00
Tveir menn teknir af lífi Tveir menn sem voru dæmdir fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa verið teknir af lífi. 19.3.2012 03:30
Fjórar mannskæðar árásir í Sýrlandi Öflug bílsprengja sprakk skammt frá öryggisbyggingu sýrlensku ríkisstjórnarinnar í borginni Aleppo í gær. Yfirvöld í Sýrlandi segja að hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við sprenginguna. Bættu þau við að einn lögreglumaður og einn almennur borgari hafi farist í sprengingunni og þrjátíu til viðbótar hafi særst. Þetta var önnur árásin í landinu á tveimur dögum. Á laugardag fórust 27 manns í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Damaskus. 19.3.2012 03:00
Notuðu ekki sjálfstýringu Ástæðan fyrir því að Hercules-flutningavél norska hersins brotlenti í Svíþjóð með fimm manns um borð er líklega sú að flugmennirnir ákváðu að fljúga vélinni sjálfir í lágflugi í stað þess að nota sjálfstýringuna. Þetta sagði Trond Solna, sem hefur yfirumsjón með flutningavélum norska hersins, í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten. 19.3.2012 02:30
Vélsleðaslys í Flateyjardal Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss á Flateyjardal um 1 km norðar við Heiðarhús. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er að minnsta kosti einn maður brotinn, en ekki er vitað hvort um frekari meiðsl er að ræða. 18.3.2012 16:45
Nýr forseti Þýskalands valinn Joachim Gauck, fyrrverandi prestur, hefur verið kjörinn forseti Þýskalands. Hann var kjörinn af þinginu og fékk 991 atkvæði af 1232. Fréttastofa BBC segir að presturinn hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl. Hann hafi aftur á móti unnið sér inn gott orðspor og sé óhræddur við að hreyfa við mikilvægum málefnum. Forveri Gaucks er Christian Wulff en hann sagði af sér í siðasta mánuði vegna fjármálahneykslis. 18.3.2012 15:55
Myndar Scotts beðið með eftirvæntingu Kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus, er beðið með eftirvæntingu, en ný stikla úr myndinni var frumsýnd í gær. Myndin var tekin upp að hluta hér á landi, meðal annars við Dettifoss, eins og fram hefur komið. 18.3.2012 14:14
Sífelldar sprengingar í Sýrlandi Bilsprengja sprakk í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands í dag, samkvæmt frásögnum þarlendra miðla. Stjórnarandstæðingar í landinu segja að einhverjir hafi farist í sprengingunni og aðrir særst en engar tölur um fjölda hafa borist. Í gær fórust að minnsta kosti 27 manns þegar sprengja sprakk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 18.3.2012 14:49
Þúsundir minnast Knúts Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að ísbjarnargryfjunni í dýragarðinum í Berlín í dag. Á morgun er liðið ár frá því að ísbjörninn Knútur, sem bjó í gryfjunni, drapst. Hann var fjögurra ára gamall. Margir þeirra sem lagt hafa leið sína að ísbjarnargryfjunni í dag hafa lagt þar blóm eða myndir. Nokkrir þeirra hafa fellt tár, eftir því sem þýska fréttastofan dpa greinir frá. Mamma Knúts afneitaði honum þegar hann kom í heiminn og hann var því alinn upp af dýrahirðum. Knútur öðlaðist heimsfrægð og 11 milljónir manna lögðu leið sína í dýragarðinn til að sjá hann. 18.3.2012 13:52
Segir atvinnulífið í stofufangelsi gjaldeyrishaftanna Gjaldeyrishöftin valda að atvinnulífinu líður svolítið eins og það sé í stofufangelsi, segir Svana Helen Björnsdóttir nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Svana Helen sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að gjaldeyrishöftin valdi því að íslensku stórfyrirtækin fái ekki fjármagn. 18.3.2012 11:05
Ölvaður maður skemmdi bíl Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunnar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu og er vistaður þar uns hægt er að ræða við hann. Þá barst lögreglunni tilkynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafninu við Tryggvagötu. Jafnframt barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað hverju var stolið. 18.3.2012 09:47
Björguðu erlendum ferðamönnum af jökli Björgunarfélag Hornafjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru í gærkvöld á Skálafellsjökul, sem er hluti af Vatnajökli, til að sækja tvo erlenda ferðamenn sem þar voru í hrakningum. Ferðamennirnir settu neyðarsendi í gang þegar ljóst varð að þeir gætu ekki komið sér niður af eigin rammleik. 18.3.2012 09:10
Bólugrafnar drengjagrúppíur Ari Eldjárn og félagar í Mið-Íslandi byrja með nýjan þátt á Stöð 2 í næstu viku. Ari er mikill aðdáandi Fóstbræðraþáttanna sem skörtuðu Þorsteini Guðmundssyni og hófu göngu sína fyrir fimmtán árum. 17.3.2012 21:00
Fundu líkamsleifar á fjallinu Sænska lögreglan tilkynnti seinni partinn í dag að hún hefði fundið líkamsleifar í hlíðum Kebnekaise hæsta fjalli Svíþjóðar, þar sem norska Herkúles flugvélin fórst í fyrradag. Frá þessu er greint á vef norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2. 17.3.2012 19:36
Samkomulagið gríðarlega mikið hagsmunamál Það samkomulag sem gert var í gær um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. 17.3.2012 18:51
Segir borgarstjóra hundsa skoðanir almennings Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega að Jón Gnarr borgarstjóri hafi í gær undirritað samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar. 17.3.2012 17:52
Fékk verðlaun fyrir vísindaerindi Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fengu verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem haldið var nú um helgina. 17.3.2012 17:26
Eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu Um hundrað manns og einn vel uppalinn hundur takast á við eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu um þessar mundir. 17.3.2012 15:39
Kristján er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson er nýr annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 57% atkvæða í annarri umferð kosninga á flokksráðsfundi í Turninum í Kópavogi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk 40% atkvæða. Kjósa þurfti að nýju á milli tveggja efstu frambjóðenda eftir fyrri umferð kosninga því enginn hlaut hreinan meirihluta. Upphaflega voru í framboði auk Kristjáns og Geirs Jóns, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. 17.3.2012 15:18
Fangavörður Nasista látinn Fangavörðurinn John Demjanjuk er látinn 91 árs að aldri. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra fyrir störf sín sem fangavörður í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann var látinn laus eftir að hann áfrýjaði dómnum og var á elliheimili þegar hann lést. Demjanjuk var vörður við Sobibor fangabúðirnar í Póllandi árið 1943, en rösklega 28 þúsund manns voru líflátnir í fangabúðunum á meðan hann starfaði þar. Fangavörðurinn neitaði alltaf sök og sagðist sjálfur hafa verið fórnarlamb stríðsfanga. 17.3.2012 13:46
38 milljarða tap vegna vaxtadómsins Landsbankinn hefur gjaldfært 38 milljarða króna vegna taps af gengistryggðum útlánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í febrúar síðastliðnum. Hagnaður bankans nam samt sem áður tæpum sautján milljörðum á síðasta ári. 17.3.2012 12:00
Síðasta helgin í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands hefur undanfarnar helgar selt notaðan og nýjan fatnað til styrktar matarsjóðnun "Enginn án matar“ á Íslandi. Fjöldi tónlistarmanna hafa lagt starfinu lið með flutningi frábærrar tónlistar. Listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram kl. 13.00 í dag fyrir gesti og gangandi. Framvegis verður flóamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands opinn alla virka daga í Eskihlíð 2 - 4 frá kl. 12 til 18. 17.3.2012 10:46
Bjarni skýtur fast á Jóhönnu Íslenska krónan er forsenda þess litla hagvaxtar sem Jóhanna Sigurðardóttir stærir sig af, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. 17.3.2012 10:30