Fleiri fréttir

Rekstrarniðurstaða OR batnaði til muna

Orkuveita Reykjavíkur birti í gær ársreikning fyrir 2011. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækkuðu um 20% og rekstrarkostnaður lækkaði um rúm 11%. Gríðarháar skuldir sliga enn fyrirtækið en sparnaðaráætlun stjórnar hefur staðist til þessa.

Segir rekstrarumhverfinu hafa hrakað

Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til þess að búa til séríslenskar lausnir sem ekki hafa verið reyndar annars staðar grefur undan stöðugleika og fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er í alþjóðaviðskiptum. Þetta sagði Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.

Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar

Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt.

Lögreglan gagnrýnir frumvarp Ögmundar

Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum.

Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan

Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu.

Stjórn leggur til metarðgreiðslu

Stjórn Landsvirkjunar mun á aðalfundi félagins leggja til að 1,8 milljarða króna arður verði greiddur til ríkissjóðs, eiganda Landsvirkjunar. Hefur Landsvirkjun aldrei greitt svo háa upphæð í arð. Frá þessu var greint í gær samhliða framlagningu Landsvirkjunar á ársreikningi fyrir árið 2011.

Hafa náð 250 tegunda marki

Um miðjan þennan mánuð náðist 250 tegunda markið á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Vefnum var hleypt af stokkunum 14. ágúst 2009, en þá voru kynntar til sögunnar 80 tegundir.

Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði

Kofi Annan, sérstakur erindreki Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna vegna Sýrlands, segir að ef ekki verði tekið á málum þar muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir öll ríkin í kring. Aðstæðurnar séu flóknari en í Líbíu.

Sænskur glæpaforingi myrtur

Jörgen Lindskog, foringi vélhjólasamtakanna Outlaws í bænum Ronneby í Suður-Svíþjóð, fannst látinn fyrr í vikunni.

„Ég er saklaus af þessu öllu saman“

"Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær.

Eldur kom upp í bílskúr í Hafnarfirði

Eldur kom upp í bílskúr við Flókagötu í Hafnarfirði fyrir stuttu. Töluverður reykur hafði myndast og voru slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út.

Stökk úr 22 kílómetra hæð og stefnir enn hærra

Austurríski fallhlífastökkvarinn Felix Baumgartner stökk úr 22 kílómetra hæð í dag. Stökkið var ætlað sem æfing fyrir næsta stökk hans. Hann vonast til að setja heimsmet í sumar þegar hann stekkur úr tæplega 40 kílómetra hæð.

Bin Laden vildi ráða Obama af dögum

Osama bin Laden fyrirskipaði undirmönnum sínum að drepa Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og David Petraeus hershöfðingja, fyrrverandi leiðtoga herafla Bandaríkjanna í Afganistan.

Segir fólk verða að sætta sig við byggingu Landspítala

Jón Gnarr borgarstjóri er ánægður með samkomulag um framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss sem var undirritað í morgun. Hann segir nauðsynlegt að fólk átti sig á því að verið er að byggja spítala í þágu almennings.

Eins og að vera boðið í Bítlana

Einar Már Guðmundsson hlýtur Norrænu bókmenntaverðlaun Sænsku akademíunnar í ár fyrir framlag sitt til bókmennta og verður þar með þriðji íslenski rithöfundurinn sem hlotnast sá heiður. Sjálfur líkir hann viðurkenningunni við að vera boðið í Bítlana.

Lýsti yfir sakleysi sínu

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag við fyrirtöku í Al Thani málinu. Hinir þrír sakborningarnir mættu ekki.

Segir stöðu Íslands frábrugðna stöðunni í öðrum Evrópuríkjum

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ríkissjóð spara milljarða í vaxtakostnað með því að hefja endurgreiðslur lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á undan áætlun. Ísland sé í sérstöðu hvað varðar fjármögnun næstu árin samanborið við önnur Evrópuríki.

HH íhuga stofnun landssambands

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún ræddi þar um framtíðaráform samtakanna og baráttuna við verðtrygginguna.

Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs

"Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur.

Ekki hægt að útiloka að eldri gerðir af PIP fyllingum séu gallaðar

Samkvæmt nýjum upplýsingum sem frönsk yfirvöld hafa gefið út er ekki unnt að útiloka að PIP brjóstafyllingar sem framleiddar voru fyrir árið 2001 séu gallaðar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa því ákveðið að fyrra tilboð stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu við konur með PIP brjóstafyllingar taki til allra kvenna sem fengið hafa slíkar fyllingar frá því að byrjað var að framleiða þær árið 1992.

George Clooney handtekinn

Stórleikarinn GeorgeClooney var handtekinn ásamt föður sínum fyrir utan sendiráð Súdans í Washington í Bandaríkjunum í dag. Honum, auk fjölmargra annarra mótmælenda, voru gefnar þrjár viðvaranir um að fara ekki inn fyrir lögregluborða fyrir framan sendiráðið. Clooney virti aðvaranirnar að vettugi og var því handtekinn fyrir borgaralega óhlýðni.

Hljóðupptökur úr Landsdómi verða gerðar opinberar

Samkvæmt ákvörðun Landsdóms og með samþykki málsaðila verður veittur aðgangur að hljóðritunum af munnlegum skýrslum ákærða og vitna, sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins, svo og að hljóðritunum frá munnlegum flutningi þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsdómi.

Spennandi að sjá hvernig þetta fer hjá Frökkunum

"Ég veit ekki hvað skal segja, það er auðvitað margt sniðugt við þetta hjá Frökkunum en þeir eru að bregðast við almennu ástandi í menningu sem hefur litið á það sem sjálfsagðan hlut að neyta áfengis daglega," segir Einar Magnús Magnússon, hjá Umferðarstofu, aðspurður hvort að það væri mögulegt fyrir Íslendinga að taka upp sömu lög og Frakkar gera þann 1. júlí næstkomandi. Þá verður öllum ökumönnum í landinu skylt að hafa áfengismæla í bílum sínum.

Aðalmeðferð gegn Geir lokið

Aðalmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde lauk klukkan hálfþrjú í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, sagði þegar hann greindi frá því að málið yrði lagt í dóm að tilkynnt yrði um það með fyrirvara hvenær dómsuppsaga færi fram. Þetta er fyrsta málið sem ráðherra er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð og dreginn fyrir Landsdóm. Um 40 vitni komu fyrir dóminn og tók aðalmeðferð um tvær vikur.

Sigurður Einarsson mætti fyrir dóm - lýsir yfir sakleysi sínu

Fyrirtaka í Al Thani málinu svokallaða fór fram fyrir stundu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti einn í dómssal. Hann lýsti sig saklausan af þeim ávirðingum sem á hann væru bornar, eins og hann orðaði það.

Rafmagn komið á að nýju

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er rafmagn komið á að nýju alls staðar í Kórahverfinu en rafmagn sló út rétt eftir klukkan hálf tvö í dag.

Andri: Ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð

„Það er ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. H. Haarde, þegar hann ræddi lið 1.4 í ákæru gegn Geir. Andri sagði að sala eigna hafi verið afar torsótt í aðdraganda bankahrunsins. Brunaútsala hefði orðið svo mikið áfall fyrir efnahagsreikninga bankanna að það hefði orðið þeim að falli.

Skúla enn haldið sofandi - sýnir jákvæða svörun

Framkvæmdastjóri Lagastoða, sem var stunginn margsinnis í árás á skrifstofu lögmannsstofunnar fimmta mars síðastliðinn, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá ættingja mannsins er honum haldið sofandi en sýnir jákvæða svörun og stefnt er að því að vekja hann hægt og rólega. Hann er þó ennþá talinn í lífshættu.

Leikstjóri Kony 2012 handtekinn

Jason Russell, leikstjóri heimildarmyndarinnar Kony 2012 og einn af stofnendum Invisible Children hjálparsamtakanna, var handtekinn í San Diego í gær. Samkvæmt lögregluyfirvöldum var Russell færður í varðhald vegna ölvunar, skemmdarverka og sjálfsfróunar á almannafæri.

Spor í snjónum komu upp um þjóf

Lögreglan á Suðurnesjum handtók síðastliðna nótt karlmann sem grunaður er um að hafa brotist inn í sautján bíla í umdæminu, alla í sömu atrennunni. Lögregla fékk tilkynningu um að maður væri að reyna að komast inn í bíla á tilteknu svæði og fór þegar á staðinn. Ný spor í snjónum leiddu lögreglumenn að bíl einum og undir honum reyndist maður liggja í felum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Viðurkenndi hann að hafa brotist inn í bíla á umræddu svæði. Hann hafði töluvert af smámynt upp úr krafsinu, en einnig fundust hjá honum munir sem grunur leikur á að séu þýfi. Lögreglan brýnir fyrir fólki að ganga vel og tryggilega frá bílum sínum, læsa þeim og láta ekki verðmæti liggja á glámbekk í þeim.

Nýtt samkomulag um framtíðaruppbyggingu Landspítala og Háskóla

Jón Gnarr, borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra undirrituðu í dag samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar.

Rafmagnslaust í Kópavogi - unnið að viðgerð

Rafmagnslaust varð í stórum hluta Kórahverfisins í Kópavogi vegna háspennubilunar skömmu fyrir klukkan hálf tvö í dag. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur vinna að viðgerð og vonast er til að rafmagn komist á að nýju innan stundar

Jóhanna sendir samúðarkveðjur til Belgíu

Forsætisráðherra sendi í gær forsætisráðherra Belgíu, Elio Di Rupo, samúðarkveðjur til belgísku þjóðarinnar, fjölskyldna og aðstandenda þeirra sem fórust í hörmulegu rútuslysi í Sviss á þriðjudag.

Allir með áfengismæli í bílnum

Frönsk stjórnvöld hafa samþykkt lög þess efnis að öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna skuli vera í öllum vélknúnum ökutækjum, sem eru í umferð þar í landi frá og með 1. júlí næstkomandi. Bæði í bílum og bifhjólum.

Offita barna tengist aðstæðum í móðurkviði

Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli aðstæðna fóstra í móðurkviði og offitu barna. Ástæðan fyrir breytingum á fósturvísum við fæðingu getur verið mataræði móðurinnar, mengun sem hún hefur andað að sér eða streita. Í rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle voru þessar breytingar tengdar við aukna líkamsþyngd níu ára barna.

48 keppa í Músíktilraunum

Alls keppa 48 hljómsveitir á Músíktilraunum 2012 sem standa yfir í Austurbæ frá 23. til 31. mars. Mikill áhugi var á keppninni í ár og sóttu tæplega sextíu hljómsveitir um þátttöku.

Sjá næstu 50 fréttir