Fleiri fréttir

RÚV liggur niðri á Vatnsnesi

Útsending Ríkisútvarpsins liggur niðri á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það urðu íbúar á svæðinu varir við í gærkvöldi og þegar ekkert hafði lagast í dag fór fólk að ókyrrast.

Jarðskjálftar fá á íbúa Hveragerðis

Íbúar í Hveragerði eru orðnir þreyttir á tíðum jarðskjálftum út frá Hellisheiðarvirkjun. Þeir hafa fundið vel fyrir þeim stærstu en önnur skjálftahrina varð á svæðinu í morgun.

Eldur í Hafnarfirði

Eldur kom upp í söluturni við Kaplahraun í Hafnarfirði uppúr klukkan sex í dag. Dælubíll slökkviliðs Reykjavíkur var sendur á staðinn. Slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins um klukkan hálf sjö. Slökkviliðsmenn eru nú á heimleið.

Kannabis verði ólöglegt í Hollandi

Hollenska ríkisstjórnin hyggst hér eftir flokka „sterkt" kannabisefni með fíkniefnum á borð við kókaín og alsælu. Þannig stefnir hún að því að gera sölu kannabisefna með yfir 15% THC ólöglega.

Sprengiefni stolið

Um 300 kg af dýnamíti var stolið úr sprengiefnagám 6. október síðastliðinn. Gámurinn stendur í Þormóðsdal ofan við Hafravatn.

Uppreisnarmenn ná hverfum í Sirte á sitt vald

Sveitir uppreisnarmanna í Líbíu hafa í dag náð tökum af ákveðnum hluta Sirte, meðal annars miðbæjarhverfinu. Þeir mæta þó enn öflugri mótspyrnu stuðningsmanna Gaddafi.

Höfðu Nóbelsverðlaunin áhrif á Saleh?

Kunnugir menn telja þá staðreynd að friðarverðlaun Nóbels féllu í skaut aðgerðarkonunnar Tawakkul Karman frá Jemen vera eina orsök þess að forseti landsins lofaði í dag að segja af sér.

Klukkan: 06.07.08.09.10.11 á morgun

Þeir sem hafa unun af tölum og talnarunum ættu að gera sér far um að vakna snemma í fyrramálið, því klukkan nákvæmlega 8 sekúndur yfir 7 mínútur yfir 6 mun stafræna tölvuklukkan þeirra sýna tölurnar 06.07.08.09.10.11. Á morgun er 9. október árið 2011 og því mun þessi einstæða talnaruna myndast á tölvuúrum fólks í eina sekúndu á morgun og svo aldrei aftur í hundrað ár.

Hvetur til ritfrelsis í Búrma

Yfirmaður ríkisstofnunar sem sér um ritskoðun fréttamiðla í Búrma hvetur nú til þess að ritskoðun þar verði afnumin. Miðlar í Búrma hafa hingað til verið meðal þeirra sem mest eru ritskoðaðir í öllum heiminum.

Forseti Jemen hyggst segja af sér

Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur tilkynnt að hann muni láta af völdum á næstu dögum. Afsögn sína tilkynnti hann á ríkissjónvarpsstöð Jemen fyrr í dag. Tawakul Karman, baráttukona sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrr í vikunni, tekur þessum yfirlýsingum með miklum fyrirvörum. "Satt að segja trúum við honum ekki," sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn Al Jazeera og hét því að láta ekki af friðsamlegum mótmælum þar til forsetinn gefur völdin eftir.

Rússar snúast gegn stjórn Sýrlands

Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, hefur mælst til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, komi að umbótum í landinu hið fyrsta eða segi af sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar setja opinberlega fram gagnrýni á stjórn Sýrlands síðan uppreisnin þar í landi hófst fyrir sex mánuðum.

Friðarsúlan tendruð

Friðarsúlan verður tendruð annað kvöld á afmælisdegi John Lennon. Af því tilefni býður Yoko Ono gestum í fría kvöldsiglingu til Viðeyjar.

Sprengingar í dönsku vöruhúsi

Danskir reykkafarar kljást nú við eldsvoða eftir að miklar sprengingar urðu í vöruhúsi í þorpi í Danmörku. Orsök sprenginganna er enn á huldu, en talsmaður lögreglu telur að vöruhúsið hafi verið fullt af flugeldum.

Búast við stjörnuhröpum í kvöld

Nokkur hundruð stjörnuhröp gætu sést í kvöld þegar jörðin fer í gegnum straum agna frá halastjörnu en um mikið sjónarspil er að ræða að sögn formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Stjörnuáhugamenn eru hvattir til þess að horfa til Drekans.

Kona í sjóinn

Kona féll í sjóinn við austurbakkann á höfninni í Reykjavík um eitt leytið í dag. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru sendir á staðinn. Konunni var bjargað úr vatninu án teljandi erfiðleika. Hún er nú á slysavarnarstofu en er ekki illa haldin.

Óbyggðanefnd úrskurðar um Norðurland

Óbyggðanefnd mun á mánudaginn kemur kveða upp úrskurði í deilumálum um eignaréttarlega stöðu lands á Norðurlandi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Uppkvaðningin fer fram klukkan 10:00 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Rick Perry glatar helmingi fylgis síns

Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna virðist Rick Perry, ríkisstjóri Texas, nú vera að upplifa stjörnuhrap. Hann hefur glatað um helmingi fylgis síns síðasta mánuðinn samkvæmt nýrri könnun Washington Post og ABC News. Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, hefur hins vegar aftur bætt við fylgi sitt og hefur tekið forystu í kapphlaupinu. Hástökkvarinn í könnuninni er aftur á móti hinn þeldökki kaupsýslumaður Herman Cain, sem nú mælist með næstmest fylgi frambjóðenda flokksins. Könnunin bendir í öllu falli til þess að Barack Obama, sitjandi forseti, eigi verulega á brattann að sækja í forsetakosningunum á næsta ári, en 55 prósent kjósenda segjast telja að Repúblikanar nái hvíta húsinu, en 37 prósent telja að Obama haldi því.

Mótmæli á Ítalíu

Námsmenn á Ítalíu mótmæltu í gær niðurskurði ítalskra stjórnvalda á menntakerfinu. Skólar landsins voru lokaðir og hundruðir þúsunda námsmanna flykktust út á götur landsins með kyndla og skilti og hrópuðu gífuryrði um stjórnmálamenn landsins.

Segir lyf sín ekki hafa banað Jackson

Upptaka af skýrslutöku læknisins Conrads Murray hjá lögreglu tveimur dögum eftir að hann er sakaður um að hafa gefið poppstjörnunni Michael Jackson banvænan skammt af deyfilyfjum var spilaður fyrir kviðdómendur í máli Jacksons í gær. Þar lýsir hann því hvernig Jackson hafi grátbeðið hann um mjólkina sína, en það var orðið sem hann notaði yfir propofol, deyfilyfið sem olli dauða hans. Murray útskýrir í skýrslutökunni hvernig hann reyndi að gefa poppstjörnunni ýmis önnur róandi lyf í marga klukkutíma til að hjálpa henni að sofna, en ekkert hafi virkað. Að lokum hafi hann látið til leiðast að gefa Jackson propofol, en þegar læknirinn kom aftur af klósettinu eftir að hafa gefið honum lyfið hafi hafi Jackson verið hættur að anda. Murray hefur neitað því að bera ábyrgð á dauða Jackson.

Árekstur í Kína

35 manns týndu lífinu í rútuslysi á hraðbraut í Kína í gær. 18 manns til viðbótar meiddust.

Enn mótmælt í Bandaríkjunum

Mótmælin gegn fjármálakerfinu í Bandaríkjunum héldu áfram í gær. Mótmælendur flykktust fram á götur í fjölmörgum borgum þar í landi. Jafnframt því að mótmæla umsvifum fjármálakerfisins var innrásinni í Afghanistan mótmælt. Hún hefur nú staðið í 10 ár.

Landsæfing Landsbjargar í dag

Mikið er um að vera á Ísafirði í dag þar sem landsæfing Slysvarnarfélagsins Landsbjargar fer fram. Reiknað er með að 300 björgunarsveitarmenn taki þátt í æfingunni en tvö hundruð til viðbótar koma að æfingunni í hlutverki sjúklinga, umsjónarmanna eða æfingarstjóra. Björgunarsveitir á Vestfjörðum hafa unnið að undirbúningi æfingarinnar síðustu vikur.

Eldsvoði á Grettisgötu

Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í litlu húsi á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um miðnætti. Búið var að slökkva eldinn þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn en nokkurn tíma tók að reykræsta húsið. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá kerti en íbúarnir voru heima og urðu eldsins varir.

Afmæli Háskóla Íslands í Hörpu

Það verður mikið um að vera í Eldborg í Hörpu í dag þar sem Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli sínu. Starfsfólk, stúdentar og fleiri ætla því að gera sér glaðan dag. Hátíðin er hápunktur afmælisársins og hefur undirbúningur vegna hennar staðið yfir undanfarna mánuði. Fullbókað er í öll sæti á hátíðinni.

Týndir hundar

Tveir einstaklingar tilkynntu um veglausa hunda í nótt, einn í Vesturbæ og annar í Kópavogi. Í báðum tilfellum tók heimilisfólk að sér að hýsa hundana þar til eigandi gefur sig fram.

Ganga berserksgang í fangaklefa

Tveir innbrotsþjófar sem voru í haldi lögreglu fóru hamförum í fangaklefum í nótt eftir að hafa gleypt mikið magn af amfetamíni. Mennirnir náðust á flótta eftir að hafa brotist inn í raftækjaverslun í Kópavogi í nótt.

Útköll vegna veðurofsa

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Suðurland, Faxaflóa og Miðhálendið. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í tvö útköll í morgun vegna veðurs. Um var að ræða skjól- og glerveggi sem höfðu losnað í Hafnarfirði. Þá losnaði bátur losnaði frá bryggju við Keflavíkurhöfn í morgunsárið en nokkuð greiðlega gekk að festa hann aftur. Allt innanlandsflug liggur niðri en athuga á klukkan ellefu hvort hægt verði að fljúga þá. Búast má við því að veðrið gangi niður Suðvestanlands um hádegisbil. Áfram má þó búast við skúrum fram eftir degi.

Andlát Jobs vekur sterk viðbrögð

„Hugsanlega sýnir ekkert betur árangur Steves en sú staðreynd að stór hluti fólks í heiminum frétti af andláti hans með tækjabúnaði sem hann fann upp,“ skrifaði Barack Obama Bandaríkjaforseti á Twitter-síðu sína eftir að hann frétti af fráfalli Steves Jobs, meðstofnanda Apple-fyrirtækisins.

Með minnihluta í skoðanakönnun

Stjórnarflokkarnir í Danmörku myndu ekki ná meirihluta á þingi ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Politiken.

Vilja síður viðurkenna að hafa lagt í einelti

Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent.

Vekja athygli á tíðum slysum ungmenna

Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks er kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa hefur efnt til meðal framhaldsskólanema.

Hópur Guðmundar fer ört stækkandi

„Þetta gengur alveg glimrandi vel. Þetta verður úti um allt land, það er þannig áhugi,“ segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður um viðræður vegna væntanlegs framboðs nýs flokks í þingkosningunum árið 2013. „Hópurinn er alltaf að stækka.“

Ákærður fyrir að bana manni

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur tæplega fertugan karlmann, Redouane Naoui, fyrir manndráp.

Sýna þrjár myndir um Nick Cave

Þrjár heimildarmyndir um upptökur á hljómplötum ástralska tónlistarmannsins Nick Cave verða sýndar í Hörpu í næstu viku í tilefni ráðstefnunnar You Are in Control (YAIC), sem fram fer 10. til 12. október.

Ríkið samræmir leigugjald á lóðum

Landbúnaðarráðuneytið hefur sent um 160 aðilum bréf þar sem tilkynnt er um hækkun á leigu fyrir sumarhúsalóðir og ýmsa aðra smáskika í eigu ríkisins þar sem ekki er greidd sú 54 þúsund króna lágmarksleiga sem ráðuneytið hefur sett.

Treystir stöðu Íslands í makrílviðræðum

Niðurstöður rannsóknarleiðangurs sem sýnir að um fjórðungshluti makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi hafi haldið sig innan íslensku efnahagslögsögunnar við fæðuöflun um fjögurra mánaða skeið í ár, ættu að treysta samningsstöðu Íslands í viðræðum um skiptingu makrílkvótans.

Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina

Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni.

Samstarfið ekki gegn Pakistan

„Þessu viðskiptabandalagi er ekki ætlað að beinast gegn neinu landi,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, í heimsókn sinni á Indlandi á miðvikudag.

Viðurkennir vonda stjórnsýslu í ráðinu

Fulltrúar í samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar fóru á styrktartónleika í Menningarhúsinu Hofi í boði bæjarsjóðs. Frá þessu er greint í vikublaðinu Akureyri.

Erfðamengi Færeyinga kortlagt

Færeyjar munu á komandi mánuðum bjóða íbúum sínum að láta kortleggja erfðamengi sitt. Með þessu er vonast til að bæta heilbrigðisþjónustu eyjanna. Færeyingar hafa lengi þurft að kljást við sjaldgæfan erfðaskipta sjúkdóm sem hefur skaðleg áhrif á efnaskipti líkamans. Fræðilegt heiti sjúkdómsins er Carnitine Transporter Deficiency (CTD). Talið er að þriðjungur Færeyinga beri genið sem veldur sjúkdómnum.

Borgarstjórinn gagnrýnir mótmælendur í New York

Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði í kvöld að mótmælendur í New York vilji örkumla efnahag borgarinnar. Hann sagði aðgerðasinna vilja taka störf þeirra sem vinna á Wall Street. Ummæli Bloombergs eru þau hörðustu í garð mótmælanna sem fallið hafa hingað til.

Í vímu undir stýri

Tveir ökumenn voru teknir í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í dag grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilfellum voru ökumennirnir undir áhrifum kannabis. Annar var tekinn um hálf fimm leytið í dag og hinn um tíu leytið í kvöld en þeir voru báðir að aka bifreið innanbæjar. Þeir eiga yfir höfði sér ákæru.

Hart barist í Sirte

Orrustan um Sirte hefur nú staðið í nokkra daga. Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa nú sótt að miðju borgarinnar sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafi, fyrrum leiðtoga landsins.

Yfir 18 milljónir söfnuðust

Yfir átján milljónir söfnuðust í beinum fjárframlög í söfnunarátaki SEM, Samtaka Endurhæfðra Mænuskaddaðra, sem fram fór í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Gera má ráð fyrir enn hærri upphæð því fjöldi fólks bauð fram vinnu sína.

Sjá næstu 50 fréttir