Erlent

Borgarstjórinn gagnrýnir mótmælendur í New York

Ummæli Bloomberg hafa fallið í grýttan jarðveg í New York.
Ummæli Bloomberg hafa fallið í grýttan jarðveg í New York. Mynd/AFP
Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði í kvöld að mótmælendur í New York vilji örkumla efnahag borgarinnar. Hann sagði aðgerðasinna vilja taka störf þeirra sem vinna á Wall Street. Ummæli Bloombergs eru þau hörðustu í garð mótmælanna sem fallið hafa hingað til.

Hann sagði mótmælin vera afar slæm fyrir ferðamennsku borgarinnar og að enginn túristi vilji hugsa sér að heimsækja New York á meðan þetta ástand ríki. Hann sagðist jafnframt skilja kröfur mótmælenda, en að það væri ómögulegt að lagfæra núverandi ástand með því að gera það enn verra.

Bloomberg er stofnandi og stærsti hluthafi fjölmiðlasamsteypunnar Bloomberg L.P.

Samkvæmt Forbes er Bloomberg 13. ríkasti maður Bandaríkjanna og í þrítugasta sæti yfir efnuðustu einstaklinga veraldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×