Vilja síður viðurkenna að hafa lagt í einelti 8. október 2011 08:00 Grunnskóladrengir Samkvæmt rannsókninni eru strákar líklegri til að vera gerendur en stúlkur. Strákum sem verða fyrir einelti fjölgaði um fjórðung milli áranna 2006 og 2010 en stelpum um þriðjung.fréttablaðið/valli Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira