Vilja síður viðurkenna að hafa lagt í einelti 8. október 2011 08:00 Grunnskóladrengir Samkvæmt rannsókninni eru strákar líklegri til að vera gerendur en stúlkur. Strákum sem verða fyrir einelti fjölgaði um fjórðung milli áranna 2006 og 2010 en stelpum um þriðjung.fréttablaðið/valli Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira