Erlent

Forseti Jemen hyggst segja af sér

Ali Abdullah Saleh
Ali Abdullah Saleh Mynd/AFP
Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur tilkynnt að hann muni láta af völdum á næstu dögum. Afsögn sína tilkynnti hann á ríkissjónvarpsstöð Jemen fyrr í dag.

Tawakul Karman, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrr í vikunni, tekur þessum yfirlýsingum með miklum fyrirvörum. „Satt að segja trúum við honum ekki," sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn Al Jazeera og hét því að láta ekki af friðsamlegum mótmælum þar til forsetinn gefur völdin eftir.

Síðustu níu mánuði hafa geisað fjölmenn mótmæli gegn stjórn Saleh. Oft hefur komið til átaka og margir týnt lífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×