Erlent

Uppreisnarmenn ná hverfum í Sirte á sitt vald

Liðsmaður uppreisnarmanna hlýtur læknisaðstoð eftir að hafa særst í bardaganum um Sirte.
Liðsmaður uppreisnarmanna hlýtur læknisaðstoð eftir að hafa særst í bardaganum um Sirte. Mynd/AFP
Sveitir uppreisnarmanna í Líbíu hafa í dag náð tökum af ákveðnum hluta Sirte, meðal annars miðbæjarhverfinu. Þeir mæta þó enn öflugri mótspyrnu stuðningsmanna Gaddafi.

Læknar af svæðinu segja að síðan í gær þegar uppreisnarmenn hófu aðgerð sem nefnist „síðasta áhlaupið" hafi 22 týnt lífinu og 500 særst til viðbótar. Bardaginn er því blóðugur, og til að bæta gráu ofan á svart brast á sandstormur á svæðinu í dag. Því lítur ekki út fyrir að hinu þriggja vikna umsátri um Sirte ljúki í dag.

Fréttamaður Al Jazeera segir flesta íbúa í miðhverfum bæjarins hafa verið embættismenn og foringja í her Gaddafi. „Grænir fánar blakta á öllum húsum, og þegar maður kemur inn hanga þar myndir af Gaddafi sjálfum upp um alla veggi," sagði hann. Bærinn sem er fæðingarstaður Gaddafi er því fullur af stuðningsmönnum hans og þeir hafa veitt uppreisnarmönnum gríðarlega mótstöðu síðustu vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×