Innlent

Sýna þrjár myndir um Nick Cave

Meðal þess sem er á dagskránni er sýning á þremur heimildarmyndum tónlistarmannsins Nick Cave.
Meðal þess sem er á dagskránni er sýning á þremur heimildarmyndum tónlistarmannsins Nick Cave.
Þrjár heimildarmyndir um upptökur á hljómplötum ástralska tónlistarmannsins Nick Cave verða sýndar í Hörpu í næstu viku í tilefni ráðstefnunnar You Are in Control (YAIC), sem fram fer 10. til 12. október.

YAIC er ráðstefna sem nú verður haldin í fimmta sinn og snýst um skapandi greinar á tímum stafrænnar byltingar, að því er fram kemur í kynningarefni umsjónarmanna.

Meðal ræðumanna á ráðstefnunni verða myndlistarmennirnir Iain Forsyth og Jane Pollard, sem meðal annars gerðu myndirnar þrjár sem minnst var hér að framan, auk ellefu annarra mynda um plötur Nick Cave. Þau hafa síðustu tíu ár unnið með þekktustu sjálfstæðu útgáfufyrirtækjum Bretlands við að móta stefnu þeirra og nálgun á starfrænni og skapandi markaðssetningu.

Þá flytur Svíinn Mathias Klang frá Creative Commons fyrirlestur um upplýsingatækni með sérstaka áherslu á stafræn höfundarréttindi.

Ráðstefnan fer fram í Hörpu og miði kostar 30 þúsund krónur. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×