Innlent

Friðarsúlan tendruð

Friðarsúlan verður tendruð annað kvöld á afmælisdegi John Lennon. Af því tilefni býður Yoko Ono gestum í fría kvöldsiglingu til Viðeyjar.

Viðeyjarnaust verður opin um kvöldið og munu tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Óskar Guðjónsson leika á hljóðfæri fyrir gesti. Þá mun Graduale Nobili kórinn syngja við athöfnina.

Í Viðeyjarstofu verður dagskrá tileinkuð John Lennon, en nauðsynlegt er að panta borð á elding@elding.is fyrir þá athöfn.

Siglingar út í eyjuna verða frá Skarfabakka. Fyrsta sigling verður klukkan 18:30 og sú síðasta 19:30. Súlan sjálf verður tendruð klukkan 20:00. Síðasta sigling í land verður klukkan 22:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×