Erlent

Með minnihluta í skoðanakönnun

Ríkisstjórnarflokkarnir undir stjórn Helle Thorning-Schmidt hafa ekki sópað að sér fylgi á fyrstu dögunum.NordicPhotos/AFP
Ríkisstjórnarflokkarnir undir stjórn Helle Thorning-Schmidt hafa ekki sópað að sér fylgi á fyrstu dögunum.NordicPhotos/AFP
Stjórnarflokkarnir í Danmörku myndu ekki ná meirihluta á þingi ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Politiken.

Jafnaðarmenn, Sósíalistar og Róttækir, ásamt Samstöðulistanum, fá þar einungis 49,6 prósent, eða 86 þingsæti gegn 89 sætum hægriflokkanna.

Helle Thorning-Schmidt kynnti stjórn sína til leiks í byrjun vikunnar en síðan hefur fylgið kvarnast af.

Magnus Heunicke, talsmaður Jafnaðarmanna, segir að þessi þróun komi ekki á óvart, þar sem umræðan síðustu daga hafi snúist um þau mál sem Róttækir hafi fengið í gegn í stjórnarsáttmálanum, en síður um þau sem að Jafnaðarmenn og Sósíalistar hafi komið í gegn.

„Ég held að Danir bíði eftir því að við komum hlutum í verk. Við höfum lagt fram stefnumál okkar og svo setjum við fram frumvörp okkar og fjárlög. Eftir það mun hin nýja pólitík koma í ljós, en ekki bara nýju andlitin á þingi.“

Thorning-Schmidt hefur varið frammistöðu flokks síns í stjórnarmyndunarferlinu og segir að engin kosningaloforð hafi verið svikin, þó að mörg af stefnumálum flokksins hafi verið sett til hliðar í stjórnarsáttmálanum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×