Erlent

Kannabis verði ólöglegt í Hollandi

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur.
Hollenska ríkisstjórnin hyggst hér eftir flokka „sterkt" kannabisefni með fíkniefnum á borð við kókaín og alsælu. Þannig stefnir hún að því að gera sölu kannabisefna með yfir 15% THC ólöglega.

Ákvörðunin er nýjasta útspil stjórnarinnar í markvissri endurskoðun á frjálslegu stefnu landsins í ýmsum málum. Hún þýðir að stærri partur þeirra efna sem nú eru seld í hollenskum „coffe shops" verða ólögleg. Stjórninn hefur enn ekkert gefið út um hvenær hún hyggst koma þessum reglum í framkvæmd.

Margir efast um að mögulegt verði að framfylgja reglum á borð við þessar. Reglurnar séu til þess fallnar að ýta undir svartamarkaðsbrask. Í ofanálag muni þær jafnvel auka á heilsuvanda Hollendinga sem munu fyrir vikið reykja meira af vægari efnunum með tilheyrandi reyk og tjöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×