Erlent

Sprengingar í dönsku vöruhúsi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Danskir reykkafarar kljást nú við eldsvoða eftir að miklar sprengingar urðu í vöruhúsi í þorpi í Danmörku. Orsök sprenginganna er enn á huldu, en talsmaður lögreglu telur að vöruhúsið hafi verið fullt af flugeldum.

Vöruhúsið stendur í þorpinu Store Andst, sem er nærri Kolding og í um 200 kílómetra fjarlægð vestur af Kaupmannahöfn.

Í dönskum fjölmiðlum hefur sá orðrómur gengið að einn maður hafi látist í sprengingunum. Talsmaður lögreglunnar gat ekki staðfest þær fregnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×