Erlent

Rússar snúast gegn stjórn Sýrlands

Hér safnast mótmælendur saman undir mynd af forseta Sýrlands, Bashar al-Assad.
Hér safnast mótmælendur saman undir mynd af forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Mynd/AFP
Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, hefur mælst til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, komi að umbótum í landinu hið fyrsta eða segi af sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar setja opinberlega fram gagnrýni á stjórn Sýrlands síðan uppreisnin þar í landi hófst fyrir sex mánuðum.

Bandaríkjamenn kröfðust þess einnig að Assad segði af sér í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér í gær.

Þessar kröfur koma í kjölfar aðgerða stjórnarliða í Sýrlandi í gær og óeirða sem spruttu af þeim. Yfir 20 manns létu lífið, þeirra á meðal var mikilvirkur stjórnmálaleiðtogi Kúrda, Meshaal Tamo. Hann var myrtur þegar fjórir grímuklæddir menn réðust inn á heimili hans í gær.

Tamo var nýverið látinn laus eftir þriggja og hálfs árs fangelsi, en morðið á honum hefur vakið hörð viðbrögð. Í dag hafa tugþúsundir Sýrlendinga flykkst út á götur landsins til að mótmæla ríkjandi ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×