Innlent

Týndir hundar

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tveir einstaklingar tilkynntu um veglausa hunda í nótt, einn í Vesturbæ og annar í Kópavogi. Í báðum tilfellum tók heimilisfólk að sér að hýsa hundana þar til eigandi gefur sig fram.

Annar hundurinn er svartur labrador sem fannst við Hlíðarveg í Kópavogi. Heimilisfólk að Hlíðarvegi 23 segir hundinn ákaflega ljúfan og vinalegan, en vill þó gjarna koma honum til síns heima.

Í Vesturbænum er um gulan labrador að ræða. Hann fannst við Melhaga í nótt.

Þeir sem telja til eigna yfir öðrum hvorum hundinum geta haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×