Erlent

Hvetur til ritfrelsis í Búrma

Tint Swe er yfirmaður stofnunar sem sér um ritskoðun í Búrma.
Tint Swe er yfirmaður stofnunar sem sér um ritskoðun í Búrma. Mynd/AFP
Yfirmaður ríkisstofnunar sem sér um ritskoðun fréttamiðla í Búrma hvetur nú til þess að ritskoðun þar verði afnumin. Miðlar í Búrma hafa hingað til verið meðal þeirra sem mest eru ritskoðaðir í öllum heiminum.

Undanfarið hefur borið á því að stjórnarfar í Búrma sé að skána og ritskoðun að minnka. Vefsíður sem áður voru læstar hafa opnast og dagblöð mega nú birta myndir af lýðræðissinnanum Aung San Suu Kyi. Það hefði fyrir einu ári þótt gersamlega óhugsandi.

Yfirmaðurinn sem lét ummælin falla í útvarpsviðtali lagði þó áherslu á að fréttamiðlar þyrftu að standa undir þeirri ábyrgð sem felast í frelsi til óheftrar tjáningar. Ekki rakti hann frekar hvað fælist í þeirri ábyrgð.

Yfirlýsingar hans benda enn til þess að frekari umbóta sé að vænta í Búrma. Hversu langt umbæturnar munu ganga er þó óvíst enn og tilefni mikilla umræðna víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×