Innlent

Útköll vegna veðurofsa

Mikið hvassviðri gengur nú yfir Suðurland, Faxaflóa og Miðhálendið. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í tvö útköll í morgun vegna veðurs.

Um var að ræða skjól- og glerveggi sem höfðu losnað í Hafnarfirði. Þá losnaði bátur losnaði frá bryggju við Keflavíkurhöfn í morgunsárið en nokkuð greiðlega gekk að festa hann aftur.

Allt innanlandsflug liggur niðri en athuga á klukkan ellefu hvort hægt verði að fljúga þá. Búast má við því að veðrið gangi niður Suðvestanlands um hádegisbil. Áfram má þó búast við skúrum fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×