Innlent

Klukkan: 06.07.08.09.10.11 á morgun

Þetta númer mun aðeins birtast einu sinni á þessari öld á klukkum manna.
Þetta númer mun aðeins birtast einu sinni á þessari öld á klukkum manna.
Þeir sem hafa unun af tölum og talnarunum ættu að gera sér far um að vakna snemma í fyrramálið, því klukkan nákvæmlega 8 sekúndur yfir 7 mínútur yfir 6 mun stafræna tölvuklukkan þeirra sýna tölurnar 06.07.08.09.10.11. Á morgun er 9. október árið 2011 og því mun þessi einstæða talnaruna myndast á tölvuúrum fólks í eina sekúndu á morgun og svo aldrei aftur í hundrað ár.

Ekki hafa menn lýst yfir áhyggjum af því að þessi stund muni hafa nokkrar afleiðingar í för með sér, svosem eins og tvöþúsund-vandann sem átti að lama allar tölvur heims. Hins vegar mætti vel ímynda sér að einmitt þessi sekúnda sé óskastund, en samkvæmt gamalli þjóðsögu um Sæmund fróða er óskastund í eina sekúndu á degi hverjum. Þá getur fólk óskað sér hvers sem er, en það mun fram koma.

Hvort sem það er rétt eða ekki mun fólk engu að síður fá ærin tækifæri til að óska sér næsta sólarhringinn, en stjörnuspekingar lýstu því yfir fyrr í dag að von væri á stjörnuhröpum í kvöld þegar jörðin fer gegnum loftsteinastraum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×