Fleiri fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20.9.2011 13:03 Um 75 prósent vilja þjóðaratkvæði Þrír af hverjum fjórum vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár og flestir vilja að þjóðaratkvæðagreiðslan verði látin ráða úrslitum um afgreiðslu frumvarpsins. Þetta er niðurstaða könnunnar MMR. 20.9.2011 10:47 Friðrik Schram: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómum Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. 20.9.2011 10:44 Sást þú mótórhjól keyra aftan á rauðan gamlan bíl? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Hjallabraut í Hafnarfirði, þriðjudaginn 13. september síðastliðinn. Óhappið varð til móts við innkeyrslu að húsum 7 til 25. 20.9.2011 10:35 Dópuð móðir með barnið í bílnum Kona um þrítugt var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún var undir áhrifum fíkniefna. Með henni í för var barnið hennar og gerði lögregla viðeigandi ráðstafanir og upplýstu barnaverndaryfirvöld um málið. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð. 20.9.2011 10:21 Hasar á Akranesi: Aðkomumaður með barefli Lögreglan var kölluð til í fyrirtæki á Akranesi í síðustu viku eftir að maður kom þangað til að innheimta skuld fyrir þriðja aðila. Svo virðist sem maðurinn hafi talið að fjórði maðurinn ætti vöru inni hjá fyrirtækinu sem hann hafði með einhverjum hætti afsalað til þess sem innheimta átti fyrir. 20.9.2011 10:08 Charlie Sheen sættist við Warner Bros Stórleikarinn Charlie Sheen og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros eru við það að ná samkomulagi vegna málaferla sem sá Sheen efndi til eftir að hann var rekinn úr þáttunum Two and a Half Men. 20.9.2011 09:55 Ekki stætt á að láta pólitík ráða för í Grímsstaðamálinu Innanríkisráðherra er ekki stætt á því að láta pólitík ráða ferðinni þegar hann tekur ákvarðanir um það hvort veitt yrði leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Hann verður að láta lögfræðileg sjónarmið ráða för. 20.9.2011 09:52 Fjölskylda Milly Dowler fær milljónir frá Murdoch Fjölskylda Milly Dowler, skólastúlkunnar sem var myrt í Bretlandi árið 2002, mun fá tvær milljónir punda, eða 370 milljónir íslenskra króna í bætur frá fjölmiðlarisanum News International. Mál Dowler komst aftur í heimsfréttirnar í sumar þegar í ljós kom að blaðamenn News of the World höfðu brotist inn í talhólf hennar á meðan hennar var enn leitað, og eytt út skilaboðum úr símanum. 20.9.2011 09:51 Lögreglumenn: Lítilsvirðandi framkoma ríkisvaldsins Lögreglumenn á Suðurlandi mótmæla harðlega því sem þeir kalla lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna. Á félagsfundi sem haldinn var í gær er bent á þá staðreynd að lögreglumenn hafi nú verið samningslausir í tæpa 300 daga. Á fundinum var gerð sú krafa að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna. 20.9.2011 09:50 Vilja banna myndir þar sem reykt er innan átján Tóbaksvarnananefnd Bretlands fer fram á það í nýrri skýrslu að allar bíómyndir þar sem fólk sést reykja verði bannaðar innan átján ára aldurs. Skýrslan er birt í nýjasta hefti British Medical Journal og þar segir að kvikmyndirnar fegri sígarettureykingar og geri þær spennandi í augum ungs fólks og barna. 20.9.2011 09:11 Skora á Össur að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Félagið Ísland-Palestína skorar á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lýsa þegar í stað yfir viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Palestínumenn áforma að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í New York á föstudaginn kemur en félagið segir enga ástæðu til að bíða eftir því, enda alls óvíst hvort eða hvernig málið verði flutt þar. 20.9.2011 08:50 Hvað ef Lakagígar myndu gjósa í dag? Vísindamenn við háskólann í Leeds hafa reiknað út áhrifin af eldgosinu í Lakagígum árið 1783 ef sambærilegar hamfarir myndu skella á í dag. Vísindamennirnir, með loftslagsfræðinginn Önnu Schmidt í broddi fylkingar bjuggu til tölvuforrit sem reiknar út áhrifin af því ef brennisteinsský líkt og það sem kom upp úr Laka myndi leggjast yfir Evrópu nútímans. 20.9.2011 07:06 Óþverralegt athæfi sem verður rannsakað „Þetta er óþverralegt athæfi og lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að upplýsa það,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um níðingsverk sem unnin hafa verið á hryssum í Kjós. Lögreglan mun kalla eftir gögnum frá dýralækni í kjölfar athæfisins. Þá hafa lögreglumenn verið í sambandi við eigendur hryssanna til frekari upplýsingaöflunar. Unnið er að því að reyna að áætla hvenær atvikin áttu sér stað og hverjir voru að verki. 20.9.2011 06:30 Landið þolir hesta verr en fjórhjól Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ 20.9.2011 06:00 Telja Gaddafí vera í Bani Walid Bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Líbíu telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Saif al Islam, sonur Múammars Gaddafí, sé í Bani Walid. Líklegt þykir að Gaddafí sjálfur sé þar einnig. 20.9.2011 06:00 Segja alla geta notið góðs af aðild Íslands Tveir fulltrúar í sendinefnd Evrópuþingsins sem kom hingað til lands á dögunum rituðu greinar á vef Public Service Europe skömmu eftir heimsókn sína þar sem þeir hvetja Íslendinga til að kynna sér kosti aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og telja að það geti orðið bæði sambandinu og Íslandi til góðs. 20.9.2011 05:00 Stjórnvöld virðast ráðþrota Flóðin í Pakistan hafa kostað meira en 200 manns lífið síðustu vikurnar. Nærri 700 þúsund heimili eru ónýt og hátt í tvær milljónir manna hafa hrakist að heiman. Þetta er annað árið í röð sem stórflóð herja á íbúa landsins. Stjórnvöld virðast varla ráða við að takast á við þennan vanda. 20.9.2011 05:00 Svínakjöt hækkaði í verði um 42 prósent „Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ 20.9.2011 04:00 Reikistjarna á braut um tvær sólir Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tilkynnti fyrir skömmu um fund reikistjörnu sem gengur á braut um tvær sólir. 20.9.2011 04:00 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20.9.2011 04:00 Fá 13 milljónir úr borgarsjóði járhagsvandi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar virðist leystur eftir að borgarráð samþykkti að veita 13 milljónir króna aukalega til miðstöðvarinnar. Upphæðin á að renna til þess að greiða húsaleigu á þessu ári og til að gera upp vangoldna húsaleigu frá árinu 2010. Vandinn á rætur að rekja til þess að eftir hrunið stóð Landsbankinn ekki við fyrri skuldbindingar um stuðning við verkefnið. 20.9.2011 04:00 Bankakreppa gæti skaðað útflutning og ferðaþjónustu Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. 20.9.2011 03:15 Lætur þrýsting ekki hagga sér Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, átti í gær fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og tilkynnti honum að hann myndi óska eftir viðurkenningu samtakanna á sjálfstæði Palestínu. 20.9.2011 03:15 Lögreglumenn segjast vera lítilsvirtir Lögreglumenn á Suðurlandi segja að ríkisvaldið sýni lögreglumönnum lítilsvirðandi framkomu með þvi að ganga ekki til kjarasamninga við þá. Lögreglumenn hafa verið samningalausir í 300 daga og segja lögreglumennirnir á Suðurlandi, í ályktun sem þeir sendu frá sér í kvöld, að þeir krefjist þess að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna. 19.9.2011 23:39 Óljóst hvenær rannsókn lýkur Rannsókn Samkeppniseftirlitsins og lögregluyfirvalda á meintu verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og byggingavöruverslunarinnar Úlfsins stendur enn yfir. „Það er bara ennþá full vinnsla á málinu," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Vísi. 19.9.2011 22:23 Frú Hope er látin Dolores Hope, ekkja skemmtikraftsins kunna Bob Hope, lést í dag. Hún var 102 ára að aldri, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Dolores lést við Tolucavatn í Los Angeles. 19.9.2011 22:09 Sprengjuhótun í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi rýmdi svæði í Berlín í dag eftir að forseta Tyrklands, sem er þar í opinberri heimsókn, barst sprengjuhótun. Til stóð að forsetinn, sem heitir Abdullah Gül, myndi halda ræðu í Humboldt háskólanum í Berlín þegar sprengjuhótunin barst. Alls er óvíst um hver sendi sprengjuhótunina. Abdullah Gül hefur verið forseti Tyrklands síðan árið 2007 19.9.2011 21:19 Dómarinn þaggaði niður í Breivik Gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik var framlengt um átta vikur í dag. Þar af verður hann í fjórar vikur í einangrun, samkvæmt ákvörðun dómara í Osló. Breivik hefur sem kunnugt er játað að hafa orðið 77 manns að bana í hryðjuverkunum í Osló og Útey þann 22. júlí síðastliðinn. 19.9.2011 20:59 Þrír létust í jarðskjálfta í Gvatemala Að minnsta kosti þrír létu lífið í jarðskjálfta sem skók Gvatemala í kvöld. Samkvæmt frétt bresku Sky fréttastofunnar er talið að skjálftinn hafi verið um 5,8 að styrk á Richterkvarða. 19.9.2011 20:40 Hommum hleypt í herinn Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember. 19.9.2011 20:32 Tollverðir þykja of líkir lögreglunni Lögreglumenn eru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað tollvarða sem þykir nokkuð líkur þeirra. 19.9.2011 19:45 Erfitt að manna stöður lækna Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undanförnu. Þar eru 4,5 stöðugildi lækna sem þarf að manna. 19.9.2011 19:23 Nýr hjólastígur opnaður í Laugardal Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður. 19.9.2011 17:55 Grunnskólum gert að kynna niðurstöður fyrir foreldrunum Niðurstöður lesskimunarprófs barna í öðrum bekk grunnskóla í Reykjavík verður hér eftir kynnt fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Þannig verður stuðlað að því að sem gleggstar upplýsingar um stöðu náms séu aðgengilegar á hverjum tíma. 19.9.2011 17:50 Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag. 19.9.2011 17:19 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19.9.2011 15:58 Fundu gras og spítt í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Langholtshverfi í Reykjavík á föstudag. 19.9.2011 14:56 Sigmundur Davíð missti sjö kíló á einum mánuði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er nú 101,1 kíló en hann hefur misst samtals 6,9 kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um mánuði síðan. 19.9.2011 14:46 Unnið að breytingum umferðarljósa Unnið er að breytingum umferðarljósa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Vegna vinnu við tengingar verða ljósin gerð óvirk í tvo daga - frá kl. 9:30 þriðjudaginn 20. september til kvölds miðvikudaginn 21. september. 19.9.2011 14:34 Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. 19.9.2011 14:28 Kanína bjargaði konu þegar húsið brann Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk. 19.9.2011 14:04 Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag. 19.9.2011 13:42 Bleika slaufan komin í hús Bleika slaufan, sem er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, er komin í hús. 19.9.2011 13:13 Opnar nýjan hjólreiðastíg Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, leggur af stað núna klukkan þrjú í hjólatúr frá Ráðhúsi Reykjavíkur en hann er liður í Samgönguviku sem stendur yfir. 19.9.2011 13:03 Sjá næstu 50 fréttir
Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20.9.2011 13:03
Um 75 prósent vilja þjóðaratkvæði Þrír af hverjum fjórum vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár og flestir vilja að þjóðaratkvæðagreiðslan verði látin ráða úrslitum um afgreiðslu frumvarpsins. Þetta er niðurstaða könnunnar MMR. 20.9.2011 10:47
Friðrik Schram: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómum Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. 20.9.2011 10:44
Sást þú mótórhjól keyra aftan á rauðan gamlan bíl? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Hjallabraut í Hafnarfirði, þriðjudaginn 13. september síðastliðinn. Óhappið varð til móts við innkeyrslu að húsum 7 til 25. 20.9.2011 10:35
Dópuð móðir með barnið í bílnum Kona um þrítugt var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún var undir áhrifum fíkniefna. Með henni í för var barnið hennar og gerði lögregla viðeigandi ráðstafanir og upplýstu barnaverndaryfirvöld um málið. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð. 20.9.2011 10:21
Hasar á Akranesi: Aðkomumaður með barefli Lögreglan var kölluð til í fyrirtæki á Akranesi í síðustu viku eftir að maður kom þangað til að innheimta skuld fyrir þriðja aðila. Svo virðist sem maðurinn hafi talið að fjórði maðurinn ætti vöru inni hjá fyrirtækinu sem hann hafði með einhverjum hætti afsalað til þess sem innheimta átti fyrir. 20.9.2011 10:08
Charlie Sheen sættist við Warner Bros Stórleikarinn Charlie Sheen og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros eru við það að ná samkomulagi vegna málaferla sem sá Sheen efndi til eftir að hann var rekinn úr þáttunum Two and a Half Men. 20.9.2011 09:55
Ekki stætt á að láta pólitík ráða för í Grímsstaðamálinu Innanríkisráðherra er ekki stætt á því að láta pólitík ráða ferðinni þegar hann tekur ákvarðanir um það hvort veitt yrði leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Hann verður að láta lögfræðileg sjónarmið ráða för. 20.9.2011 09:52
Fjölskylda Milly Dowler fær milljónir frá Murdoch Fjölskylda Milly Dowler, skólastúlkunnar sem var myrt í Bretlandi árið 2002, mun fá tvær milljónir punda, eða 370 milljónir íslenskra króna í bætur frá fjölmiðlarisanum News International. Mál Dowler komst aftur í heimsfréttirnar í sumar þegar í ljós kom að blaðamenn News of the World höfðu brotist inn í talhólf hennar á meðan hennar var enn leitað, og eytt út skilaboðum úr símanum. 20.9.2011 09:51
Lögreglumenn: Lítilsvirðandi framkoma ríkisvaldsins Lögreglumenn á Suðurlandi mótmæla harðlega því sem þeir kalla lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna. Á félagsfundi sem haldinn var í gær er bent á þá staðreynd að lögreglumenn hafi nú verið samningslausir í tæpa 300 daga. Á fundinum var gerð sú krafa að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna. 20.9.2011 09:50
Vilja banna myndir þar sem reykt er innan átján Tóbaksvarnananefnd Bretlands fer fram á það í nýrri skýrslu að allar bíómyndir þar sem fólk sést reykja verði bannaðar innan átján ára aldurs. Skýrslan er birt í nýjasta hefti British Medical Journal og þar segir að kvikmyndirnar fegri sígarettureykingar og geri þær spennandi í augum ungs fólks og barna. 20.9.2011 09:11
Skora á Össur að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Félagið Ísland-Palestína skorar á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að lýsa þegar í stað yfir viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Palestínumenn áforma að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í New York á föstudaginn kemur en félagið segir enga ástæðu til að bíða eftir því, enda alls óvíst hvort eða hvernig málið verði flutt þar. 20.9.2011 08:50
Hvað ef Lakagígar myndu gjósa í dag? Vísindamenn við háskólann í Leeds hafa reiknað út áhrifin af eldgosinu í Lakagígum árið 1783 ef sambærilegar hamfarir myndu skella á í dag. Vísindamennirnir, með loftslagsfræðinginn Önnu Schmidt í broddi fylkingar bjuggu til tölvuforrit sem reiknar út áhrifin af því ef brennisteinsský líkt og það sem kom upp úr Laka myndi leggjast yfir Evrópu nútímans. 20.9.2011 07:06
Óþverralegt athæfi sem verður rannsakað „Þetta er óþverralegt athæfi og lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að upplýsa það,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um níðingsverk sem unnin hafa verið á hryssum í Kjós. Lögreglan mun kalla eftir gögnum frá dýralækni í kjölfar athæfisins. Þá hafa lögreglumenn verið í sambandi við eigendur hryssanna til frekari upplýsingaöflunar. Unnið er að því að reyna að áætla hvenær atvikin áttu sér stað og hverjir voru að verki. 20.9.2011 06:30
Landið þolir hesta verr en fjórhjól Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ 20.9.2011 06:00
Telja Gaddafí vera í Bani Walid Bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Líbíu telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Saif al Islam, sonur Múammars Gaddafí, sé í Bani Walid. Líklegt þykir að Gaddafí sjálfur sé þar einnig. 20.9.2011 06:00
Segja alla geta notið góðs af aðild Íslands Tveir fulltrúar í sendinefnd Evrópuþingsins sem kom hingað til lands á dögunum rituðu greinar á vef Public Service Europe skömmu eftir heimsókn sína þar sem þeir hvetja Íslendinga til að kynna sér kosti aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og telja að það geti orðið bæði sambandinu og Íslandi til góðs. 20.9.2011 05:00
Stjórnvöld virðast ráðþrota Flóðin í Pakistan hafa kostað meira en 200 manns lífið síðustu vikurnar. Nærri 700 þúsund heimili eru ónýt og hátt í tvær milljónir manna hafa hrakist að heiman. Þetta er annað árið í röð sem stórflóð herja á íbúa landsins. Stjórnvöld virðast varla ráða við að takast á við þennan vanda. 20.9.2011 05:00
Svínakjöt hækkaði í verði um 42 prósent „Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ 20.9.2011 04:00
Reikistjarna á braut um tvær sólir Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tilkynnti fyrir skömmu um fund reikistjörnu sem gengur á braut um tvær sólir. 20.9.2011 04:00
Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20.9.2011 04:00
Fá 13 milljónir úr borgarsjóði járhagsvandi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar virðist leystur eftir að borgarráð samþykkti að veita 13 milljónir króna aukalega til miðstöðvarinnar. Upphæðin á að renna til þess að greiða húsaleigu á þessu ári og til að gera upp vangoldna húsaleigu frá árinu 2010. Vandinn á rætur að rekja til þess að eftir hrunið stóð Landsbankinn ekki við fyrri skuldbindingar um stuðning við verkefnið. 20.9.2011 04:00
Bankakreppa gæti skaðað útflutning og ferðaþjónustu Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. 20.9.2011 03:15
Lætur þrýsting ekki hagga sér Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, átti í gær fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og tilkynnti honum að hann myndi óska eftir viðurkenningu samtakanna á sjálfstæði Palestínu. 20.9.2011 03:15
Lögreglumenn segjast vera lítilsvirtir Lögreglumenn á Suðurlandi segja að ríkisvaldið sýni lögreglumönnum lítilsvirðandi framkomu með þvi að ganga ekki til kjarasamninga við þá. Lögreglumenn hafa verið samningalausir í 300 daga og segja lögreglumennirnir á Suðurlandi, í ályktun sem þeir sendu frá sér í kvöld, að þeir krefjist þess að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssambands Lögreglumanna. 19.9.2011 23:39
Óljóst hvenær rannsókn lýkur Rannsókn Samkeppniseftirlitsins og lögregluyfirvalda á meintu verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og byggingavöruverslunarinnar Úlfsins stendur enn yfir. „Það er bara ennþá full vinnsla á málinu," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Vísi. 19.9.2011 22:23
Frú Hope er látin Dolores Hope, ekkja skemmtikraftsins kunna Bob Hope, lést í dag. Hún var 102 ára að aldri, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Dolores lést við Tolucavatn í Los Angeles. 19.9.2011 22:09
Sprengjuhótun í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi rýmdi svæði í Berlín í dag eftir að forseta Tyrklands, sem er þar í opinberri heimsókn, barst sprengjuhótun. Til stóð að forsetinn, sem heitir Abdullah Gül, myndi halda ræðu í Humboldt háskólanum í Berlín þegar sprengjuhótunin barst. Alls er óvíst um hver sendi sprengjuhótunina. Abdullah Gül hefur verið forseti Tyrklands síðan árið 2007 19.9.2011 21:19
Dómarinn þaggaði niður í Breivik Gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik var framlengt um átta vikur í dag. Þar af verður hann í fjórar vikur í einangrun, samkvæmt ákvörðun dómara í Osló. Breivik hefur sem kunnugt er játað að hafa orðið 77 manns að bana í hryðjuverkunum í Osló og Útey þann 22. júlí síðastliðinn. 19.9.2011 20:59
Þrír létust í jarðskjálfta í Gvatemala Að minnsta kosti þrír létu lífið í jarðskjálfta sem skók Gvatemala í kvöld. Samkvæmt frétt bresku Sky fréttastofunnar er talið að skjálftinn hafi verið um 5,8 að styrk á Richterkvarða. 19.9.2011 20:40
Hommum hleypt í herinn Lög sem heimila samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína taka gildi á morgun. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði nýju lögin í desember. 19.9.2011 20:32
Tollverðir þykja of líkir lögreglunni Lögreglumenn eru ósáttir við nýjan einkennisklæðnað tollvarða sem þykir nokkuð líkur þeirra. 19.9.2011 19:45
Erfitt að manna stöður lækna Erfitt hefur reynst að manna stöður lækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að undanförnu. Þar eru 4,5 stöðugildi lækna sem þarf að manna. 19.9.2011 19:23
Nýr hjólastígur opnaður í Laugardal Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður. 19.9.2011 17:55
Grunnskólum gert að kynna niðurstöður fyrir foreldrunum Niðurstöður lesskimunarprófs barna í öðrum bekk grunnskóla í Reykjavík verður hér eftir kynnt fyrir nemendum og foreldrum þeirra. Þannig verður stuðlað að því að sem gleggstar upplýsingar um stöðu náms séu aðgengilegar á hverjum tíma. 19.9.2011 17:50
Móðir grunuð um að bana tveimur börnum sínum í Svíþjóð Tveir drengir, 4 ára og 8 ára gamlir fundust látnir við Munkholmen í Sigtúni í Svíþjóð í dag. Móðir drengjanna hefur verið handtekin. Hún er grunuð um að bera ábyrgð á andláti þeirra. Það var faðir drengjanna sem hafði samband við lögregluna um tíuleytið í gær og sagði að börnin væru týnd, samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet. Lögreglan hóf þá leit að þeim og fann þau látin í morgun. Foreldrar barnanna hafa svo verið í skýrslutöku í dag. 19.9.2011 17:19
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19.9.2011 15:58
Fundu gras og spítt í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Langholtshverfi í Reykjavík á föstudag. 19.9.2011 14:56
Sigmundur Davíð missti sjö kíló á einum mánuði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, er nú 101,1 kíló en hann hefur misst samtals 6,9 kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um mánuði síðan. 19.9.2011 14:46
Unnið að breytingum umferðarljósa Unnið er að breytingum umferðarljósa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Vegna vinnu við tengingar verða ljósin gerð óvirk í tvo daga - frá kl. 9:30 þriðjudaginn 20. september til kvölds miðvikudaginn 21. september. 19.9.2011 14:34
Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. 19.9.2011 14:28
Kanína bjargaði konu þegar húsið brann Kanína ein í Alaska er sögð hafa bjargað eiganda sínum þegar íbúðarhús brann til kaldra kola á dögunum. Kanínan er sögð hafa vakið konuna með því að klóra á henni bringuna. Þegar eigandinn vaknaði áttaði hún sig á því að húsið var að fyllast af reyk. 19.9.2011 14:04
Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag. 19.9.2011 13:42
Bleika slaufan komin í hús Bleika slaufan, sem er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, er komin í hús. 19.9.2011 13:13
Opnar nýjan hjólreiðastíg Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, leggur af stað núna klukkan þrjú í hjólatúr frá Ráðhúsi Reykjavíkur en hann er liður í Samgönguviku sem stendur yfir. 19.9.2011 13:03