Erlent

Charlie Sheen sættist við Warner Bros

Mynd/AP
Stórleikarinn Charlie Sheen og kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros eru við það að ná samkomulagi vegna málaferla sem sá Sheen efndi til eftir að hann var rekinn úr þáttunum Two and a Half Men.

Eins og margir eflaust muna var samningur við Charlie Sheen rofinn þegar hann var rekinn úr þáttunum í mars á þessu ári. Los Angeles Times fullyrðir að samkvæmt samkomulagi sem hafi náðst milli Sheen og framleiðanda þáttanna fái hann 25 milljónir dala í sinn hlut fyrir samningsrofin. Það jafngildir hartnær þremur milljörðum króna.

Los Angeles Times segir að með þessum samningi sé verið að greiða úr einu því ömurlegasta ósætti sem hafi orðið til milli leikara og framleiðanda. Það hafi byrjað í janúar þegar Warner Bros ákvað að gera hlé á framleiðslu þáttanna. Ástæðan var sú að Sheen hafði þá átt í verulegum vandræðum vegna lyfjanotkunar og framleiðendur vildu að hann færi í meðferð. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem framleiðandinn þurfti að gera hlé á framleiðslu þáttanna vegna velferðar Sheens.

Nokkrum vikum seinna vildi Sheen koma aftur til starfa en framleiðendur þáttanna töldu hann ekki vera reiðubúinn til þess. Það var þá sem illvíg deilda upphófst sem Los Angeles Times segir nú að búið sé að ná sáttum í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×