Erlent

Sprengjuhótun í Þýskalandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christian Wulff, forseti Þýskalands, ásamt Abdullah Gül, forseta Tyrklands.
Christian Wulff, forseti Þýskalands, ásamt Abdullah Gül, forseta Tyrklands. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Þýskalandi rýmdi svæði í Berlín í dag eftir að forseta Tyrklands, sem er þar í opinberri heimsókn, barst sprengjuhótun. Til stóð að forsetinn, sem heitir Abdullah Gül, myndi halda ræðu í Humboldt háskólanum í Berlín þegar sprengjuhótunin barst. Alls er óvíst um hver sendi sprengjuhótunina. Abdullah Gül hefur verið forseti Tyrklands síðan árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×