Landið þolir hesta verr en fjórhjól 20. september 2011 06:00 'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira