Landið þolir hesta verr en fjórhjól 20. september 2011 06:00 'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“ Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“ Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“ Hann segir mestu förin vera eftir hestahópa. „Það er alltaf verið að hlaða í gamlar brautir. Þá fara hrossin til hliðar og gera aðra braut. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé þetta. Núna sjást líka skemmdir eftir göngufólk. Þetta var allt í lagi á meðan allir gengu á venjulegum skóm. Nú þykist enginn geta gengið nema í harðbotna gönguskóm sem valda skemmdum á landinu.“ Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimilt að aka utan vega við landbúnað, sé landið sérstaklega nýtt sem landbúnaðarland. Gæta verði þess þó að túlka ekki undanþágurnar rúmt. „Það má aka utan vega á ræktuðu landi. Á óræktuðu landi má aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Meginreglan er hins vegar sú að bann ríkir við akstri utan vega.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira