Erlent

Reikistjarna á braut um tvær sólir

Reikistjarnan Kepler-16b gengur á braut um svokallað tvístirni, eða tvær sólir. Hún er í um 200 þúsunda ljósára fjarlægð. Myndin er útbúin af starfsfólki NASA. Mynd/NASA
Reikistjarnan Kepler-16b gengur á braut um svokallað tvístirni, eða tvær sólir. Hún er í um 200 þúsunda ljósára fjarlægð. Myndin er útbúin af starfsfólki NASA. Mynd/NASA
Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tilkynnti fyrir skömmu um fund reikistjörnu sem gengur á braut um tvær sólir.

Reikistjarnan er í 200 ljósára fjarlægð frá jörðu, úr gasi og bergi, og á stærð við Satúrnus. Hún uppgötvaðist með Kepler-geimsjónaukanum og ber nafn hennar, það er Kepler-16b.

Sólir Kepler-16 eru báðar minni en sól okkar jarðarbúa. Sú stærri þeirra er um það bil 70 prósent af stærð okkar sólar og sú minni, sem er svokallaðurrauðurdvergur, er um fimmtungur af stærð okkar sólar.

Þess vegna er Kepler-16b kaldari en jörðin og sennilega of köld til að líf geti þrifist þar. Þessi uppgötvun þykir einstök þar sem hún staðfestir tilvist slíkra fyrirbæra, sem hafa hingað til aðeins verið til í ævintýrum líkt og Star Wars, en á Tattooine, heimaplánetu Lukes Skywalker, bar einmitt tvær sólir við himinn.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×