Innlent

Hasar á Akranesi: Aðkomumaður með barefli

Frá Akranesi
Frá Akranesi
Lögreglan var kölluð til í fyrirtæki á Akranesi í síðustu viku eftir að maður kom þangað til að innheimta skuld fyrir þriðja aðila. Svo virðist sem maðurinn hafi talið að fjórði maðurinn ætti vöru inni hjá fyrirtækinu sem hann hafði með einhverjum hætti afsalað til þess sem innheimta átti fyrir.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að starfsmennirnir hafi ekki verið tilbúnir að afgreiða málið gagnvart manni sem þeir vissu engin deili á og hafi maðurinn þá sótt sér barefli. Hann náði að slá til tveggja manna og greip annar þeirra þá í sprautukönnu og úðaði yfir aðkomumanninn sem þá flúði af vettvangi.

Ekki var vitað hver þarna var á ferð fyrr en hann birtist á lögreglustöðinni í þeim tilgangi að leggja fram kæru á hendur starfsmönnum fyrirtækisins. „Ekki er nú ólíklegt að sú kæra geti snúist upp í andhverfu sína,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×