Erlent

Fjölskylda Milly Dowler fær milljónir frá Murdoch

Milly Dowler var tólf ára gömul þegar henni var rænt og hún síðan myrt.
Milly Dowler var tólf ára gömul þegar henni var rænt og hún síðan myrt. Mynd/AP
Fjölskylda Milly Dowler, skólastúlkunnar sem var myrt í Bretlandi árið 2002, mun fá tvær milljónir punda, eða 370 milljónir íslenskra króna í bætur frá fjölmiðlarisanum News International. Mál Dowler komst aftur í heimsfréttirnar í sumar þegar í ljós kom að blaðamenn News of the World höfðu brotist inn í talhólf hennar á meðan hennar var enn leitað, og eytt út skilaboðum úr símanum.

Þetta olli því að fjölskyldan hélt að hún væri enn á lífi. Hún fannst síðar látin. Fréttastofa Sky segir að nú hafi News international, sem gaf út News of the World sæst á að borga fjölskyldunni skaðabætur.

Til viðbótar mun eigandinn Rupert Murdoch styrkja góðgerðarsamtök um eina milljón punda eða um 190 milljónir króna vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×