Segja alla geta notið góðs af aðild Íslands 20. september 2011 05:00 Frá heimsókn Evrópuþingmanna til Íslands á dögunum. Tveir þeirra segja í nýlegum pistlum að aðild Íslands geti haft í för með sér kosti fyrir báða aðila. Fréttablaðið/Vilhelm Tveir fulltrúar í sendinefnd Evrópuþingsins sem kom hingað til lands á dögunum rituðu greinar á vef Public Service Europe skömmu eftir heimsókn sína þar sem þeir hvetja Íslendinga til að kynna sér kosti aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og telja að það geti orðið bæði sambandinu og Íslandi til góðs. Rúmeninn Cristian Preda, sem fór fyrir téðri sendinefnd, segir stöðu Íslands í aðildarviðræðunum vera óvenjulega þar sem landið uppfylli þegar ýmis skilyrði ESB og sé jafnvel framar ESB-löndum að mörgu leyti. Preda segir að með aðild njóti allir góðs af því að ESB fái í sínn hóp ríki sem stendur framarlega á mörgum sviðum, og Ísland fái þess í stað aðkomu að ákvörðunum sem snerti það beint. Hann segir þó að ekki sé allt unnið. Þrjú lykilmálefni séu enn óleyst, Icesave-málið, sjávarútvegur og almenningsálit innanlands. Preda segir Icesave sennilega munu leysast með auknum heimtum úr þrotabúi Landsbankans og samninganefndir ESB muni þurfa að líta til sérstöðu Íslands varðandi sjávarútveg. Loks segist hann fagna því að tekist sé á um ESB-aðildina hér á landi því að opinber skoðanaskipti beri vott um virkt lýðræði. Stallsystir Preda frá Litháen, Laima Andrikiene, slær á svipaða strengi í sinni grein, en varar við því að verði aðildarviðræðurnar notaðar sem vopn í pólitískum átökum innanlands gæti það veikt samningsstöðu landsins.- þj Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Tveir fulltrúar í sendinefnd Evrópuþingsins sem kom hingað til lands á dögunum rituðu greinar á vef Public Service Europe skömmu eftir heimsókn sína þar sem þeir hvetja Íslendinga til að kynna sér kosti aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og telja að það geti orðið bæði sambandinu og Íslandi til góðs. Rúmeninn Cristian Preda, sem fór fyrir téðri sendinefnd, segir stöðu Íslands í aðildarviðræðunum vera óvenjulega þar sem landið uppfylli þegar ýmis skilyrði ESB og sé jafnvel framar ESB-löndum að mörgu leyti. Preda segir að með aðild njóti allir góðs af því að ESB fái í sínn hóp ríki sem stendur framarlega á mörgum sviðum, og Ísland fái þess í stað aðkomu að ákvörðunum sem snerti það beint. Hann segir þó að ekki sé allt unnið. Þrjú lykilmálefni séu enn óleyst, Icesave-málið, sjávarútvegur og almenningsálit innanlands. Preda segir Icesave sennilega munu leysast með auknum heimtum úr þrotabúi Landsbankans og samninganefndir ESB muni þurfa að líta til sérstöðu Íslands varðandi sjávarútveg. Loks segist hann fagna því að tekist sé á um ESB-aðildina hér á landi því að opinber skoðanaskipti beri vott um virkt lýðræði. Stallsystir Preda frá Litháen, Laima Andrikiene, slær á svipaða strengi í sinni grein, en varar við því að verði aðildarviðræðurnar notaðar sem vopn í pólitískum átökum innanlands gæti það veikt samningsstöðu landsins.- þj
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira