Svínakjöt hækkaði í verði um 42 prósent 20. september 2011 04:00 Verð á kjöti hefur hækkað töluvert á síðasta ári, mest á svínakjöti. fréttablaðið/pjetur „Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ Verð á kjöti frá framleiðendum til smásala eða sjálfstæðra kjötvinnslna hefur hækkað mikið síðan í júní í fyrra. Þá hefur svínakjöt hækkað mest, um 42 prósent. Finnur segir að ljóst sé að ekki væri verið að hækka verð á kjöti jafn mikið og raun ber vitni ef framboðið væri nóg til að anna eftirspurn á markaðnum. Tæplega þrjátíu prósenta samdráttur varð í sölu á lambakjöti í júlí á milli ára og fimmtán prósent í ágúst. Finnur bendir þar á að þetta séu tveir afar söluháir mánuðir, en þó hafi sala á svínakjöti dregist saman um tíu prósent. „Kjöt er hluti af útgjöldum heimilanna. Það segir sig sjálft að þrjátíu prósenta hækkun á kjötverði í fimm prósenta verðbólgu hefur áhrif inn í vísitöluna,“ segir Finnur. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, tekur í sama streng. Hann telur víst að skýringin á skorti á lambakjöti í landinu sé aukinn útflutningur. „27 prósenta samdráttur í sölu á lambakjöti í júlí getur ekki skýrst af neinu öðru,“ segir Leifur. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bændasamtökunum jókst framleiðsla á lambakjöti um 104 prósent á síðasta ársfjórðungi. Framleiðsla á svínakjöti dróst hins vegar saman um tæp sjö prósent. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins 6. júlí síðastliðinn og óskuðu eftir rannsókn á því sem þau telja óeðlilega verðhækkun á svínakjöti, kjúklingakjöti og eggjum. Í beiðni SVÞ til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mikla fákeppni á markaði megi meðal annars skýra með vísan til eignarhalds á framleiðslufyrirtækjum, en þar séu krosseignatengsl mikil. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu stór aðili er einn að þessum framleiðslumarkaði,“ segir Andrés Magnússon, formaður SVÞ, og vísar þar í Stjörnugrís og Stjörnuegg, sem eiga hvort um sig um sjötíu prósenta markaðshlutdeild. „Við teljum að fyrirtækin séu að nýta sér það með hærri verðlagningu að stjórnvöld leggi stein í götu innflutnings.“ Ekki náðist í Hörð Harðarson, formann Samtaka svínabænda, í gær. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
„Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ Verð á kjöti frá framleiðendum til smásala eða sjálfstæðra kjötvinnslna hefur hækkað mikið síðan í júní í fyrra. Þá hefur svínakjöt hækkað mest, um 42 prósent. Finnur segir að ljóst sé að ekki væri verið að hækka verð á kjöti jafn mikið og raun ber vitni ef framboðið væri nóg til að anna eftirspurn á markaðnum. Tæplega þrjátíu prósenta samdráttur varð í sölu á lambakjöti í júlí á milli ára og fimmtán prósent í ágúst. Finnur bendir þar á að þetta séu tveir afar söluháir mánuðir, en þó hafi sala á svínakjöti dregist saman um tíu prósent. „Kjöt er hluti af útgjöldum heimilanna. Það segir sig sjálft að þrjátíu prósenta hækkun á kjötverði í fimm prósenta verðbólgu hefur áhrif inn í vísitöluna,“ segir Finnur. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, tekur í sama streng. Hann telur víst að skýringin á skorti á lambakjöti í landinu sé aukinn útflutningur. „27 prósenta samdráttur í sölu á lambakjöti í júlí getur ekki skýrst af neinu öðru,“ segir Leifur. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bændasamtökunum jókst framleiðsla á lambakjöti um 104 prósent á síðasta ársfjórðungi. Framleiðsla á svínakjöti dróst hins vegar saman um tæp sjö prósent. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins 6. júlí síðastliðinn og óskuðu eftir rannsókn á því sem þau telja óeðlilega verðhækkun á svínakjöti, kjúklingakjöti og eggjum. Í beiðni SVÞ til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mikla fákeppni á markaði megi meðal annars skýra með vísan til eignarhalds á framleiðslufyrirtækjum, en þar séu krosseignatengsl mikil. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu stór aðili er einn að þessum framleiðslumarkaði,“ segir Andrés Magnússon, formaður SVÞ, og vísar þar í Stjörnugrís og Stjörnuegg, sem eiga hvort um sig um sjötíu prósenta markaðshlutdeild. „Við teljum að fyrirtækin séu að nýta sér það með hærri verðlagningu að stjórnvöld leggi stein í götu innflutnings.“ Ekki náðist í Hörð Harðarson, formann Samtaka svínabænda, í gær. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira