Erlent

Lætur þrýsting ekki hagga sér

Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, átti í gær fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og tilkynnti honum að hann myndi óska eftir viðurkenningu samtakanna á sjálfstæði Palestínu.

Fyrr um daginn sagðist Abbas ekki ætla að falla frá þessum áformum þrátt fyrir mikinn þrýsting sem hann sagðist hafa orðið fyrir. Bandaríkin og Ísrael eru andvíg því að Palestína fái sjálfstæði og Bandaríkin hafa sagst ætla að beita neitunarvaldi þegar málið verður tekið fyrir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×