Erlent

Vilja banna myndir þar sem reykt er innan átján

Þríleikurinn um Hringadróttinssögu yrði bannaður inna átján ára nái tillagan fram að ganga.
Þríleikurinn um Hringadróttinssögu yrði bannaður inna átján ára nái tillagan fram að ganga.
Tóbaksvarnananefnd Bretlands fer fram á það í nýrri skýrslu að allar bíómyndir þar sem fólk sést reykja verði bannaðar innan átján ára aldurs. Skýrslan er birt í nýjasta hefti British Medical Journal og þar segir að kvikmyndirnar fegri sígarettureykingar og geri þær spennandi í augum ungs fólks og barna.

Nefndin vill að litið verði á reykingar á sama hátt og kynlíf og ofbeldi þegar kemur að því að ákveða aldurstakmörk á bíómyndir.

Gagnrýnendur hugmyndarinnar benda hinsvegar á að verði þetta að veruleika þurfi að banna Disney myndina 101 Dalmatíuhundur en þar keðjureykir glæpakvendið Cruella de Ville, og Hringadróttinssögu þar sem sjálfur Gandálfur púar pípu í gríð og erg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×