Bankakreppa gæti skaðað útflutning og ferðaþjónustu 20. september 2011 03:15 Niðurskurður og skattahækkanir grískra stjórnvalda hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg heima fyrir, þótt öðrum ríkjum þyki ekki nægilega langt gengið. Áletrunin á einu skiltanna á myndinni er táknræn, þótt hún virðist vera tilvísun í frægan lagatexta Leonards Cohen. Þar segir: „Fyrst tökum við bankana, svo tökum við Berlín.“ Hvaða áhrif gæti möguleg bankakreppa í Evrópu haft á Íslandi? Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og öflug evrópsk ríki reyna nú sitt besta til að slá á ótta við að ríkisskuldakreppa í Grikklandi leiði af sér bankakreppu í Evrópu. Ótti við slíka kreppu gegnsýrir markaði víða um heim og ljóst er að hingað til hefur mistekist að skapa traust um að grísk stjórnvöld geti greitt af skuldum sínum. Árið 2008 voru íslensku bankarnir mjög háðir erlendu lánsfé við endurfjármögnun lánaskuldbindinga sinna. Nú skulda bankarnir ekki í útlöndum, og íslenska ríkið hefur fjármagnað sig með samningi við AGS. Þetta þýðir að þótt fjármálakreppa skelli á nágrannalöndunum muni hún hafa annars konar áhrif á bankana og ríkið en í hruninu, segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún geti haft í för með sér skertan aðgang að lánsfé og hærri lántökukostnað. Fjármálakreppa í nágrannalöndunum myndi þrátt fyrir það hafa áhrif hér á landi. Til dæmis myndu útflutningsfyrirtæki fá lægra verð fyrir framleiðslu sína. Mögulega myndi fallandi gengi evrunnar ýkja upp þau slæmu áhrif. Kreppan myndi væntanlega fækka ferðamönnum sem hingað koma, segir Ólafur. Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir þessi sjónarmið og bendir að auki á að íslensku lífeyrissjóðirnir eigi enn talsverðar eignir erlendis. Búast megi við að verðmæti þessara eigna rýrni í bankakreppu. Þegar kreppan skall á á Vesturlöndum árið 2008 stóðu ríkin almennt sterkt og gátu brugðist hratt við til að takmarka skaðann, til dæmis með því að bjarga bönkum og öðrum mikilvægum fyrirtækjum. Nú er önnur staða uppi, og mörg Evrópuríki eru svo skuldsett að þau eiga ekki möguleika á að bregðast við með áhrifaríkum hætti, segir Davíð. Snýst um pólitískan vilja og getuAGS og öflug evrópsk ríki leggja nú gríðarlega áherslu á að byggja upp traust á fjármálakerfinu og því að Grikkland geti staðið við sínar skuldbindingar. Ólafur segir að tilkynna verði um aðgerðir en óvíst sé að það takist. Lagt hefur verið til að evrópsk ríki standi fyrir sameiginlegu skuldabréfaútboði en það hefur hlotið misjafnar undirtektir. Spurningin er einkum sú hvort stjórnmálamennirnir hafi vilja og getu til að bjarga fjármálakerfinu. Þar mæðir mikið á Þýskalandi, en nú virðist Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í vandræðum heima fyrir þar sem kjósendur virðast óttast að hún gangi of langt í að nota fé þýskra skattgreiðenda til að leysa vanda annarra ríkja. „Það þarf ekki bara pólitískan vilja til að leysa þennan vanda, það þarf líka pólitíska getu. Markaðirnir telja að annað af þessu skorti og þess vegna hafa þeir ekki róast,“ segir Ólafur. Fulltrúar G20, tuttugu stærstu iðnríkja heims, hittast í Washington á fimmtudag til að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir bankakreppu. Fjárfestar bíða óþreyjufullir niðurstöðu fundarins. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Hvaða áhrif gæti möguleg bankakreppa í Evrópu haft á Íslandi? Verði evrópsk bankakreppa að veruleika vegna vandræða Grikklands mun hún ekki hafa veruleg áhrif á íslensku bankana. Áhrifa slíkrar kreppu myndi þó gæta á Íslandi þótt höggið yrði ekki neitt nálægt því sem Ísland fékk í október 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og öflug evrópsk ríki reyna nú sitt besta til að slá á ótta við að ríkisskuldakreppa í Grikklandi leiði af sér bankakreppu í Evrópu. Ótti við slíka kreppu gegnsýrir markaði víða um heim og ljóst er að hingað til hefur mistekist að skapa traust um að grísk stjórnvöld geti greitt af skuldum sínum. Árið 2008 voru íslensku bankarnir mjög háðir erlendu lánsfé við endurfjármögnun lánaskuldbindinga sinna. Nú skulda bankarnir ekki í útlöndum, og íslenska ríkið hefur fjármagnað sig með samningi við AGS. Þetta þýðir að þótt fjármálakreppa skelli á nágrannalöndunum muni hún hafa annars konar áhrif á bankana og ríkið en í hruninu, segir Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún geti haft í för með sér skertan aðgang að lánsfé og hærri lántökukostnað. Fjármálakreppa í nágrannalöndunum myndi þrátt fyrir það hafa áhrif hér á landi. Til dæmis myndu útflutningsfyrirtæki fá lægra verð fyrir framleiðslu sína. Mögulega myndi fallandi gengi evrunnar ýkja upp þau slæmu áhrif. Kreppan myndi væntanlega fækka ferðamönnum sem hingað koma, segir Ólafur. Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir þessi sjónarmið og bendir að auki á að íslensku lífeyrissjóðirnir eigi enn talsverðar eignir erlendis. Búast megi við að verðmæti þessara eigna rýrni í bankakreppu. Þegar kreppan skall á á Vesturlöndum árið 2008 stóðu ríkin almennt sterkt og gátu brugðist hratt við til að takmarka skaðann, til dæmis með því að bjarga bönkum og öðrum mikilvægum fyrirtækjum. Nú er önnur staða uppi, og mörg Evrópuríki eru svo skuldsett að þau eiga ekki möguleika á að bregðast við með áhrifaríkum hætti, segir Davíð. Snýst um pólitískan vilja og getuAGS og öflug evrópsk ríki leggja nú gríðarlega áherslu á að byggja upp traust á fjármálakerfinu og því að Grikkland geti staðið við sínar skuldbindingar. Ólafur segir að tilkynna verði um aðgerðir en óvíst sé að það takist. Lagt hefur verið til að evrópsk ríki standi fyrir sameiginlegu skuldabréfaútboði en það hefur hlotið misjafnar undirtektir. Spurningin er einkum sú hvort stjórnmálamennirnir hafi vilja og getu til að bjarga fjármálakerfinu. Þar mæðir mikið á Þýskalandi, en nú virðist Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í vandræðum heima fyrir þar sem kjósendur virðast óttast að hún gangi of langt í að nota fé þýskra skattgreiðenda til að leysa vanda annarra ríkja. „Það þarf ekki bara pólitískan vilja til að leysa þennan vanda, það þarf líka pólitíska getu. Markaðirnir telja að annað af þessu skorti og þess vegna hafa þeir ekki róast,“ segir Ólafur. Fulltrúar G20, tuttugu stærstu iðnríkja heims, hittast í Washington á fimmtudag til að ræða aðgerðir til að koma í veg fyrir bankakreppu. Fjárfestar bíða óþreyjufullir niðurstöðu fundarins. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira