Fleiri fréttir

Bíll brann til kaldra kola í Hafnarfirði

Mannlaus fólksbíll eyðilagðist í eldi í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi, en slökkviliðsmönnum tókst að forða nálægum bíl frá eldtungunum. Slökkvistarf gekk vel en eldsupptök eru ókunn.

Slasaðist við Seljalandsfoss

Erlend kona, sem er ferðamaður hér á landi, slasaðist þegar hún var að ganga á bak við Seljalandsfoss síðdegis í gær. Ferðafélagar komu henni til hjálpar og var hún flutt á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík til aðhlynningar. Hún mun ekki hafa slasast alvarlega , en lögreglan á Hvolsvelli rannsakar tildrög slyssins.

Katla skalf lítillega í gær

Jarðskjálftamælar sýndu skjálfta upp á þrjá komma fimm á Richter í Kötlu upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Styrkur skjálftans vakti athygli í fyrstu, en þegar leið á kvöldið kom í ljós á mælingin var mjög ónákvæm og reyndist hann aðeins hafa verið upp á einn komma tvo. Allt hefur verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun.

Atvinnulaus einstæð móðir fær ekki undanþágu hjá LÍN

„Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku.

Kæra vanrækslu á köttum

„Okkur var mjög brugðið þegar við sáum þessar fréttir frá Egilsstöðum. Það virðist sem dýraníð sé að færast í aukana. En nú erum við búin að fá nóg,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands.

Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa

Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa.

Krossar og legsteinar skemmdir

Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar.

Gat flutt sex tonn af kókaíni

Lögreglan í Kólumbíu hefur gert upptækan 16 metra langan kafbát sem ætlaður var til flutninga á eiturlyfjum. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins í gær. Kafbáturinn var búinn fullkomnustu siglingatækjum og hefði getað flutt allt að sex tonna farm auk fimm manna áhafnar. Kólumbísku skæruliðasamtökin Farc áætluðu að nota kafbátinn næstkomandi fimmtudag, í samvinnu við önnur eiturlyfjasamtök.

Segist ekki stöðva ESB-viðræður

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis.

Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi.

Sögðust saklausir í steininum

Tveir bandarískir menn komu til Bandaríkjanna í gær eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Íran. Þeir voru handteknir ásamt unnustu annars þeirra í Kúrdahéruðum á landamærum Írans og Íraks í júlí 2009.

Norðurlandameistarar í málþófi

Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta. Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi.

Flugbransinn er mjög einfaldur

Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana.

Vann tæpa tvo milljarða á Netinu

Norðmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann í gær rúmlega 92 milljónir norskra króna, eða næstum því 1,9 milljarða íslenskra kórna, á internetinu í gegnum veðmálasíðuna Betsson. Það má segja að tímakaupið hafi verið ansi gott því hann lagði ekki eina einustu krónu í spilið.

"Við megum aldrei gefast upp á lífinu“

Ellefu ára gamall drengur tók eigið líf á heimili sínu í Sandgerði síðastliðið föstudagskvöld. Mikil sorg ríkir í bænum og hefur áfallateymi verið virkjað til þess að halda utan um íbúa bæjarins.

Verkfalli aflýst - nýr samningur í höfn

Samninganefnd félagsráðgjafa skrifuðu undir kjarasamning við Reykjavíkurborg í Karphúsinu nú laust fyrir klukkan sex en sáttafundur hófst þar klukkan tvö í dag.

Reynt að stela hátt í 100 þúsund bjórglösum á Októberfest

Yfir þrjár og hálf milljón gesta heimsóttu München í Þýskalandi um helgina til að taka þátt í Októberfest sem þar fer fram. Hátíðin er nú hálfnuð en talið er að um 3,4 milljónir lítra af bjór hafi runnið ofan í gesti á fyrstu sjö dögunum.

Sprengdi sig í loft upp

Að minnsta kosti tíu fórust og sjötíu eru særðir eftir fjórar sprengjur sprungu í borginni Karbala í Írak í morgun. Borgin er um hundrað kílómetrum suðvestur af Bagdad, höfuðborg landsins. Fórnarlömb sprengjanna voru almennir borgarar. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Ritstjóri dagblaðs myrtur

Maria Elizabeth Macias Castro, þrjátíu og níu ára ritstjóri dagblaðsins Primera Ora í Mexíkó, fannst látin í morgun. Búið var að hálshöggva hana og skilja eftir miða við hliðina á líkinu þar sem glæpagengi sagðist bera ábyrgð á dauða hennar.

„Orðið andlegt að kljást við ríkisvaldið“

Lögregluvarðstjóri og fyrrum formaður Lögreglufélags Reykjavíkur íhugar að segja upp störfum um næstu mánaðarmót. Hann segir það taka of mikið á andlega að kljást við ríkisvaldið.

Konur fá að kjósa

Konur í Sádí Arabíu munu fljótlega fá kosningarétt og mega bjóða sig fram í kosningum. Abdullah konungur tilkynnti þetta í dag. Hann sagði að konur fengju jafnframt leyfi til að sitja í svokölluðu Shura ráðgjafaráði konungs. BBC fréttastofan segir að aðgerðarsinnar, sem hafa barist fyrir réttindum kvenna, muni fagna þessum breytingum. Í dag ríkja mjög strong lög um réttindi kvenna. Samkvæmt þeim mega konur til dæmis ekki aka bíl, eða ferðast einar utan konungsdæmisins.

Síðasta nautaatið í Barcelona

Tugþúsundir verða viðstaddir þegar spænskir nautabanar berjast við bola í síðasta sinn í Barcelona áður en bann við nautaati tekur gildi í norðausturhéraði Katalóníu.

Einn dagur í verkfall félagsráðgjafa

Félagsráðgjafar og fulltrúar Reykjavíkurborgar funda í kjaradeilu sinni í dag, en nú er einungis einn dagur þar til fyrirhugað verkfall félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg skellur á.

Ætlar ekki að vinna með Medvedev

Alexei Kúdrín sem hefur verið fjármálaráðherra Rússlands síðustu ellefu árin segist ekki ætla að gegna embættinu áfram verði Dimitri Medvedev núverandi forseti landsins, forsætisráðherra að loknum kosningum.

Fórust í flugslysi við Everest

Nítján ferðamenn létust þegar lítil útsýnisflugvél brotlenti er hún var að gera sig tilbúna til lendingar á flugvelli í Kathmandu í Nepal í morgun. Sextán ferðamenn frá Japan, Indlandi, Nepal og Bandaríkjunum höfðu verið í útsýnisflugi umhverfis Everestfjall, en þeir létust allir ásamt þremur áhafnarmeðlimum frá Nepal. Flugvélin, sem var að gerðinni Beechcraft, rakst á fjall og gjöreyðilaglagðist um tólf kólómetra frá flugvellinum.

Keppandi í X Factor tók upp kynlífsmyndbönd af sjálfum sér

Kynlífshneyksli er komið upp í nýjustu þáttaröðinni af X Factor í Bretlandi. Breska götublaðið The Sun fletti ofan af fortíð hins tvítuga Lascel Wood sem sendi inn "vafasöm" myndbönd af sjálfum sér inn á klámsíðu. Hann fékk svo fimm pund fyrir hvern þann sem hlóð myndbandinu niður.

Verða pirraðir í litlum búrum

Gullfiskar verða pirraðir og árásargjarnir ef þeir eru í of litlum fiskabúrum, eða í fiskabúrum þar sem þeir fá ekki næga örvun. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Case Western Reserve-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum.

Öreindir fóru örlítið hraðar en ljósið

Vísindamenn í Sviss segjast ekki hafa séð betur en öreindir, sem þeir gerðu tilraunir með í CERN-öreindahraðlinum, hafi farið á 299.798 kílómetra hraða á sekúndu.

Ætlar að drekka brjóstamjólk úr eiginkonunni

Nýbakaður faðir í Bretlandi segist ætla að drekka brjóstamjólk úr konu sinni og ekki borða neitt annað í óákveðinn tíma. Á bloggsíðu mannsins, sem kallar sig Curtis, segir hann að kona sín framleiði alltof mikið af brjóstamjólk að frystirinn hjá þeim er stútfullur af brjóstamjólkinni. Hann ætlar að prófa að drekka mjólkina og skrifa svo á síðu sína hvernig líkaminn bregst við. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, og mér finnst þetta líka fáránlegt en afhverju ekki? Ég meina kúamjólk var búin til fyrir litla kálfa, svo afhverju ekki að drekka brjóstamjólk sem var búin til fyrir lítil börn?“ segir maðurinn.

Ný námsleið fyrir heyrnarlausa

Ný námsleið sem verður sniðin að þörfum heyrnarlausra verður tekin upp í byrjun næsta árs hjá Mími-símenntun. Sjálfstyrking verður stór hluti af náminu.

Fékk aðsvif og klessti á

Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann fékk aðsvif og klessti aftan á kyrrstæðan bíl í Hveragerði nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann er ekki mikið slasaður. Báðir bílarnir skemmdust talsvert.

Harðir bardagar í Sirte

Hersveitir uppreisnarmanna í Líbíu eru nú komnar í miðborg Sirte og hafa að minnsta kosti tveir hermenn úr þeirra röðum fallið í hörðum bardögum sem hafa geisað í dag.

Lýsti yfir stuðningi við ESB-umsókn

Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur, lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu á formlegum fundi sem hún átti með Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Gera myndir eftir hugsunum

Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúklinga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda.

Bíll slökkviliðsstjóra notaður í útkall

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja, segir að í gærkvöldi og í nótt hafi allir sjúkrabílar slökkviliðsins verið samtímis í útköllum.

Mótmæli í Jemen

Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið og yfir 60 eru særðir eftir mótmæli í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt og í morgun.

Tíunda hvert barn getið í glasi

Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasafrjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt.

Sjá næstu 50 fréttir