Erlent

Reynt að stela hátt í 100 þúsund bjórglösum á Októberfest

Glaðir gestir á Októberfest
Glaðir gestir á Októberfest mynd/afp
Yfir þrjár og hálf milljón gesta heimsóttu München í Þýskalandi um helgina til að taka þátt í Októberfest sem þar fer fram. Hátíðin er nú hálfnuð en talið er að um 3,4 milljónir lítra af bjór hafi runnið ofan í gesti á fyrstu sjö dögunum.

Um 80 prósent gesta eru frá Þýskalandi en hin 20 prósentin eru gestir frá öðrum löndum.

Christian Ude, borgarstjóri München, segir að hátíðin hafi gengið vel fyrir sig fyrir utan það hversu margir gestir hafa reynt að stela hinum vinsælu bjórglösum sem fylgja aðgöngumiðanum.

Í fyrra voru 68 þúsund gestir gripnir við að stela glösunum. Í ár hafa gæslumenn náð um 96 þúsund gestum með glös fyrir utan hátíðarsvæðið og hátíðin einungis hálfnuð!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×