Innlent

Opið á Sigló og á Króknum - búið að opna Hlíðarfjall

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYNd/Vilhelm
Skíðasvæði landsins utan höfuðborgarsvæðisins eru mörg hver opin um páskana. Skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki verður opið frá 10 til 16 í dag þar er NV 4m/sek og fjögurra gráðu frost. Nokkuð snjófjúk er þar sem stendur mikið hefur snjóað þar síðustu daga og því mjög gott færi.

Á Siglufirði verður opnað í hádeginu og verður opið til klukkan fimm og kannski lengur, fer eftir fjörinu eins og segir í tilkynningu. Dagskráin í dag er fjölbreytt, páskaeggjamót fyrir 12 ára og yngri, brettaleikjabraut, brettasýning, barnagæsla og fleira er í boði. Á Sigló er búið að vera mikið fjör og fjöldi gesta skíðum, á skírdag voru gestir um 600 og á föstdaginn langa voru gestir um 750.

Flestar lyftur hafa nú verið opnaðar í Hlíðarfjalli en veðrið hefur skánað nokkuð frá því í morgun þegar töluverður vindur var í fjallinu. Stefnt er að því að hafa opið í fjallinu til klukkan fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×